Leikurinn v Fylki!
Jó.
Einn leikur í dag, 1.maí. Klassa mæting og afar skemmtilegur leikur
í Árbænum, en heldur slakt að fá bara eitt stig út úr leiknum! En
allt um hann hér:
- - - - -
Dags: Mánudagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Fylkisgervigras.
Þróttur 2 - Fylkir 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 2-2.
Maður leiksins: Einar Þór.
Mörk: Atli Freyr (27 mín) - Arnar Páll (65 mín).
Vallaraðstæður: Völlurinn var blautur og góður og veðrið frekar hlýtt, einstaka skúrir létu sjá sig.
Dómarar: Var "sóló" og átti soldið í vandræðum með rangstöðuna. Til að mynda var annað mark Fylkismanna var klárlega rangstaða.
Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Tumi og Viktor bakverðir - Einar Þór og Gunnar Björn miðverðir - Atli Freyr og Bjarki Þór á köntunum - Flóki og Jónmundur á miðjunni - Arnar Már og Starki frammi + Jakob Fannar, Arnar Páll og Davíð Hafþór.
Almennt um leikinn:
Enn einn leikurinn sem við áttum að klára! Vorum með boltann svona 65% af leiknum og sóttum hart á þá eiginlega allann leikinn.
Þeir voru hættulegri í fyrri hálfleik en við náðum að stoppa allt hjá þeim í seinni hálfleik. Þurftum bara að sjá hvenær þeir ætluðu að spila langa boltanum, bakka aðeins og lesa svo sendinguna.
Það vantaði svo aðeins breidd hjá okkur - spiluðum allt of þröngt og vildum alltaf fara aftur upp þann væng þar sem mest var af mönnum. verðum að vera duglegri að skipta boltanum. Eins að gefa á þann mann sem við sjáum, ekki of erfiða blinda sendingu (þótt þær séu ansi ljúfar þegar þær heppnast).
Við vorum svo orðnir ansi óþolinmóðir í seinni hálfleik. Megum ekki pirrast of mikið. Passa að halda einbeitingunni og taka réttar ákvarðanir. og aldrei taka viljandi aftanítæklingar.
En sem betur fer náðum við að jafna leikinn. Vorum búnir að sækja ansi mikið þanngað til Arnar Páll náði lúmsku skoti sem fór inn. Þótt maður vildi náttúrulega vinna leikinn þá er alltaf gott að jafna þegar maður hefur verið undir.
En það vantaði að komast betur inn fyrir vörn Fylkis, sem og nýta bestu færin okkar.
Vörnin okkar var frekar traust allann leikinn. En sumir leikmenn í liðinu hefðu mátt gefa aðeins meira í!
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home