Saturday, April 22, 2006

Leikirnir við Leikni og KR - laug!

Jamm.

Langur dagur í dag! Hefði getað verið aðeins betri og klárlega
átt að enda með fleiri sigrum. en svona var etta:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 22.apríl 2006.
Tími: Kl.10.00 - 11.15
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 2 - Leiknir 4.
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4.

Mörk: Bjarmi (8 mín) - Danni Ben (24 mín).

Vallaraðstæður: Ágætlega hlýtt, völlurinn góður - prýðis aðstæður fyrir fótboltaleik.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Símon og Gylfi bakverðir - Jónas og Ingimar miðverðir - Ástvaldur, Bjarki B og Aron Ellert á miðjunni, Arnþór Ari og og Bjarmi á köntunum og Danni frammi + Kristján Einar og Bjarki Steinn.

Almennt um leikinn:

Úrslitin augljóslega vonbrigði - Þrátt fyrir að komast yfir í byrjun leiks og fyrir hálfleik þá náðum við ekki stjórn á leiknum og misstum leikinn niður í tap í seinni hálfleik.

Þeir áttu miðjuna allan leikinn - voru að taka okkur á eins og ekkert var. Við spiluðum þröngt og vorum alltaf að þrengja að hvor öðrum. Eins misstum við boltann allt of mikið.

Við komumst ekkert áleiðis fram á við - þeir voru með mann sem lá frekar aftarlega þannig að við náðum eiginlega aldrei að spila Danna einn innfyrir. Við nýttum kantana afar lítið þrátt fyrir að það svæði væri autt trekk í trekk.


Við áttum virkilega góða kafla inn á milli - góð horn sem hefðu átt að enda með marki - ágætis spil og nokkuð góð barátta.

Vissulega mættu einhverjir full sigurvissir til leiks. Það hefur alltaf áhrif. Við náðum eiginlega ekki að koma okkur almennilega í gang. þurfum líka að passa að gera ekki alltaf það sama fram á við. þurfum að tala saman inn á og finna lausnirnar til þess að komast í gegn og skora.

Vill svo fá ykkar punkta um leikinn - meila á mig nokkrum punktum á netfangið ingvisveins@langholtsskoli.is tölum svo betur saman á næstu æfingu. svo bara næsti leikur - ekkert annað.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 22.apríl 2006.
Tími: Kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 7 - Leiknir 0.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0.

Mörk: Flóki - Árni Freyr - Arnar Már - ?

Vallaraðstæður: Ágætlega hlýtt, völlurinn góður - prýðis aðstæður fyrir fótboltaleik.

Liðið (4-4-2): Anton Sverrir í markinu - Tolli og Jakob Fannar bakverðir - Viktor og Úlli miðverðir - Bjarki Þór og Arnar Már á miðjunni - Starki og Diddi á köntunum - Árni og Flóki frammi + Stefán Karl.

Almennt um leikinn:

Við kláruðum þennan leik örugglega. Vorum ákveðnir og grimmir frá fyrstu mínútu og nýttum færin afar vel.

Flóki og Árni þokkalega deadly frammi og réðu varnarmenn Leiknis ekkert við þá.


- ekkert meira skrifað um leikinn sökum slugs! -

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 22.apríl 2006.
Tími: Kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 3 - KR 7.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, ? , 2-5, 2-6, 3-6, 3-7.

Mörk: Arnar Kári - ?

Vallaraðstæður: Ágætlega hlýtt, völlurinn góður - prýðis aðstæður fyrir fótboltaleik.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Mikki og Danni Örn bakverðir - Sindri og Anton Helgi miðverðir - Dagur og Tryggvi á köntunum - Danni I og Viðar á miðjunni - Anton Sverrir og Arnar Kári frammi + Emil Sölvi, Elvar Aron, Hákon, Ágúst Heiðar og Salomon.

Almennt um leikinn:

- ekkert skrifað um leikinn sökum slugs! -

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 22.apríl 2006.
Tími: Kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - KR 1.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1.

Maður leiksins: Leifur.
Mörk: Tryggvi.

Vallaraðstæður: Ágætlega hlýtt, völlurinn góður - prýðis aðstæður fyrir fótboltaleik.

Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Hákon og Danni Örn bakverðir - Leifur og Gunnar Björn miðverðir - Pétur Dan og Ágúst Ben á köntunum - Jónmundur og Davíð Hafþór á miðjunni - Snæbjörn og Arnar Páll frammi + Tryggvi.

Almennt um leikinn:

Áttum svo innilega að klára þennan leik. Við sóttum og sóttum en náðum aldrei almennilega að fara nógu nálægt og klára eða komast í aljört dauðafæri.


En þið funduð það örugglega sjálfir hvað það er miklu skemmtilegra þegar nanast allir i liðinu er að taka a þvi.

- ekkert meira skrifað um leikinn sökum slugs! -

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home