Saturday, April 01, 2006

Innbyrðisleikurinn!

Jó.

Átti eftir að skrifa aðeins um innbyrðisleikinn á föstudaginn.
Svo menn fá mörkin skráð og svona - mikill markaleikur, enda
völlurinn ekki alveg eins og hann á að vera. en hérna er etta:

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 31.mars 2006.
Tími: Kl.14.45 - 16.00
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 8 - Þróttur 5.
Staðan í hálfleik: 6 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1, 3-1, 4-1, 4-2, 5-2, 6-2, 6-3, 7-3, 7-4, 8-4, 8-5.


Vallaraðstæður: Sól, nokkuð hlýtt og bara fínasta veður til að keppa í. En ath. stærð vallarins!!
Dómarar: Egill og Kiddi - stóðu sig vel en það mæddi ekki mikið á þeim. Kiddi líka tekinn í annað verkefni.

Þróttur 1 (4-4-2): Stefán í markinu - Matthías og Kevin Davíð bakverðir - Jónmundur og Tumi miðverðir - Arnar Páll og Davíð Hafþór á köntunum og Flóki frammi + Leó.
Maður leikins: Flóki.
Mörk: Flóki 2 - Arnar Páll - Ágúst Ben - ? (smessið á okkur ef þið vitið hvern vantar)

Þróttur 2 (4-4-2): Orri í markinu - Kristó og Anton Helgi miðverðir -Danni Örn og Ágúst Heiðar bakverðir - Jóel og Davíð Þór á köntunum - Reynir og Danni I á miðjunni - Tryggvi frammi.
Maður leiksins: Davíð Þór.
Mörk: Jóel - Tryggvi 2 - Danni I - Reynir 2 - Davíð Þór - ? (smessið á okkur ef þið vitið hvern vantar)

Almennt um leikinn:

Eins og sagði þá voru mörg mörk skoruð, á bæði lið. Sem segir að varnarleikurinn og markvarslan hefði mátt vera aðeins betri í leiknum.

Völlurinn var náttúrulega soldið þröngur en menn hefðu mátt þétta betur og stjórna hvor öðrum betur. Það gengur hreinlega ekki þegar menn segja ekki einu sinni "dekkaðu" eða "ég er laus". Algjör óþarfi að vera feiminn við stráka sem þið eruð búnir að æfa með í öld! bara láta þá aðeins heyra það (en með uppbyggjandi tón).

En leikurinn var annars fínn á köflum og var þá sérstaklega sóknarleikur yngra ársins góður. Þeir lætu boltann fljóta vel á milli sín og voru duglegir að skjóta fyrir utan, það er eitthvað sem eldra árið hefði mátt gera meira.

Einnig vantaði allt líf og allan kraft í eldra liðið. það má alveg fara aðeins í menn, ekkert nasty, en fara í tæklingar!

En svo sem fínt að þessu leikur sé frá, þótt menn hefðu mátt taka hann aðeins meira alvarlega.
alrighty.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home