Leikurinn við KR!
Jebba.
Einn leikur var við KR á KR-velli. Einhverjir þreyttir
eftir handboltamót en það kom svo sannarlega ekki að sök!
Það sem þótti líka þokkalega "flair" voru miðasendingar þjálfara
frá bekknum - tökum það kannski upp oftar!!
En hérna er allt um leikinn:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 29.apríl 2006.
Tími: kl.14.05 - 15.20.
Völlur: KR-Völlurinn - Frostaskjóli.
Þróttur 10 - KR 1.
Staðan í hálfleik: 5 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0. 5-0, 6-0, 7-0, 8-0, 9-0, 10-0, 10-1
Maður leiksins: Arnar Kári
Mörk: Arnar Kári 3 - Arnþór 2 - Anton Sverrir 2 - Stebbi 1 - Nonni 1 - Reynir 1.
Vallaraðstæður: Fínt veður, reyndar svolítill vindur fyrstu min, en það lagaðist.
Dómari: Stóð sig með stakri prýði. Erum að tala um víti og rautt spjald.
Liðið (4-4-2): Danni Ingvars í markinu - Mikki og Jóel bakverðir - Sindri og Tolli miðverðir - Reynir og Danni Örn á köntunum - Arnþór og Nonni á miðjunni - Anton Sverrir og Kommi frammi + Krissi, Stebbi, Tryggvi, Kristó, Arnar Kári.
Almennt um leikinn:
Snilldar leikur, allir í liðinu áttu mjög góðann leik. Við hófum leikinn af krafti og komum okkur í 2-0 fljótlega. Þessi tvö mörk sýndu það að við ætluðum okkur að vinna þennan leik. Allir voru að berjast á fullu og við settum góða pressu á þá. Það gekk vel að láta boltann ganga eins og við vorum búnir að tala um.
Framherjarnir áttu góð hlaup og við fengum mörg færi út á það. Margir hefðu reyndar mátt gefa aðeins meira í vörnina þó að hún hafi haldið út næstum allan leikinn.
Það var algjört rugl að fá okkur þetta mark í lokinn og við lærum það bara af þessu að við förum ekki átta í kringum boltann þegar við eigum aukaspyrnu og rífumst um hver á að taka hana. Það var enginn sem beið í vörninni og við fengum því á okkur mark, þó Kristó hafði reynt drengilega að bjarga því.
En þessi leikur sýnir okkur það að ef allir mæta til að vinna og við byrjum á fullu erum við komnir langleiðina að sigrinum. Við þurfum að halda áfram að spila vel og sýna baráttu, þá á okkur eftir að ganga mjög vel.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home