Páskafrí!
Heyja.
Það var nett í Laugum áðan. fínn tími hjá Óla!
Mér sýndist allir taka þvílíkt vel á því.
En hér með er skollið á smá páskafrí hjá flokknum. Næsta æfing verður miðvikudaginn 19.apríl (kíkið á bloggið til að sjá klukkan hvað).
En við mælum endilega með að menn hreyfi sig vel í fríinu – ekki bara hanga inni í tölvunni og úða í sig páskaeggjum trekk í trekk! Hér fyrir neðan eru nokkrar æfingar sem við mælum með.
Hafið það annars rosalega gott og sjáumst hressir eftir viku.
Gleðilega páska!
Kveðja,
Ingvi – Egill T – Egill B og Kiddi og já, Eymi líka.
p.s. munið eftir mfl leiknum í kvöld kl.19.00 niðrá gervigrasinu okkar. Gulli verður í sjoppunni!
- - - - -
Útihlaup. 10 mín skokk. 5 mín 90% hraði. Teygjur 10 mín.
Sund. 6 * 25metrar + pottur!
“Skólavallafótbolti”. Hittast út í einhverjum skóla og taka 5 v 5.
Halda á lofti í 10 mín. Skalla á lofti í 5 mín.
Göngutúr
Fara með bolta út á gervigras og taka smá einstaklingsæfingu!
Hjólreiðatúr.
200 magaæfingar + 50 armbeygjur + 30 bakæfingar + 40 hopp.
Karfa út í skóla!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home