Saturday, April 22, 2006

Leikirnir við KR - sumardaginn fyrsta!

Jójójó.

Við byrjðum sumarið ágætlega. Skelltum okkur í Frostaskjólið
í þrjá leiki við KR. Hérna er loksins allt um það fimmtudag 20.apríl:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 20.apríl 2006. - Sumardagurinn fyrsti.
Tími: Kl.10.00 - 11.15
Völlur: KR-völlur.

Þróttur 4 - KR 0
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0. 4-0.

Maður leiksins: Bjarki B.
Mörk: Ási (13 mín) - Bjarki Steinn (16 mín) - Danni Ben (29 mín) - Bjarmi (69 mín).

Vallaraðstæður: Klassa veður, hlýtt og völlurinn aðeins blautur og fínn.
Dómarar: 1 dómari en stóð sig bara vel.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Bjarmi og Gylfi bakverðir - Jónas og Ingimar miðverðir - Ástvaldur og Bjarki Steinn á köntunum - Diddi, Bjarki B og Aron Ellert á miðjunni og Danni frammi + Arnþór Ari og Símon.

Almennt um leikinn:

Alveg brilliant leikur - loksins gekk allt upp hjá okkur og menn virkilega á því að klára leikinn. Ekki einn leikmaður sem átti slakan dag. Menn voru á tánum frá fyrstu mínútu og slökuðu ekki á fyrr en leiktíminn var búinn.

Fengum fyrsta færið á 30 sek og áttum svo gott skot á annarri mínútu. Þetta setti tóninn fyrir því sem koma skyldi. Prjónuðum okkur líka trekk í trekk upp hægri vænginn með klassa þríhyrningum hjá bjarka og bjarka s.

Mörkin sem við skoruðum voru klassi. Eitt eftir snillldar stungusendingu og annað eftir skot fyrir utan vítateig. Hefðum getað bætt við fleiri mörkum alveg í lokinn en það vantaði bara örlítið upp á það tækist. Menn líka frekar búnir á því eftir að hafa keyrt sig alveg út.

Vörnin var soldid og fengu KR-ingar fá færi. Anton líka í góðum málum í markinu.

Það vantaði bara að koma löngu boltunum yfir vörnina þeirra. við vorum ekki alvega að drífa. Þurfum bara að fara meira í langar sendingar og æfa sérstaklega hvenær við viljum fá þær inn fyrir vörn andstæðingana.

Við spiluðum almennt vel, en stundum mátti greina smá stress þegar við vorum að koma boltanum út úr vörninni. Þurfum bara að passa okkur að vera búnir að líta upp áður en við fáum boltann, og svo bara tala með sendingunni.

Fyrstu stigin kominn og bara áfram með þetta. Menn spáðu greinilega í síðasta leik og lærðu af honum. við þurfum svo að fara að hala inn fleirum sem og við ætlum að gera.

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 20.apríl 2006. - Sumardagurinn fyrsti.
Tími: Kl.11.20 - 12.35.
Völlur: KR-völlur.

Þróttur 4 - KR 6.
Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 1-2, 1-3,

Maður leiksins: Gulli.
Mörk: Gulli 4 (9 mín - 45 mín - 47 mín - 60 mín).

Vallaraðstæður: Klassa veður, hlýtt og völlurinn aðeins blautur og fínn.
Dómarar: 1 dómari en stóð sig allt í lagi.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Gummi og Viktor bakverðir - Jakob Fannar og Arnar Már miðverðir - Arnþór Ari og Símon á miðjunni - Bjarki Þór og Stebbi á köntunum - Gulli og frammi + Tolli og Úlli.

Almennt um leikinn:

Þetta var frekar skrýtinn og kaflaskiptur leikur. Mörkin sem KR skoraði í byrjun voru eiginlega öll eins. Við vorum með vörnina okkar allt of framarlega og þeir þurftu bara að stinga boltanum aðeins inn fyrir og bamm - senterinn þeirra sloppinn algjörlega í gegn.

Þannig að staðan var 1-2 í hálfleik fyrir KR. og eins og fyrri hálfleik þá voru KR-ingar á undan að skora. staðann allt í einu orðinn 3-1 fyrir þeim.

En skömmu eftir þetta tók við alveg snilldar kafli þar sem við náðum að jafna leikinn. Það var náttúrulega ótrúlega vel gert. Gulli náttúrulega í banastuði og nýtti færin sín massa vel. Það eru bara klassa framherjar sem setja fjögur í leik (man svei mér ekki eftir að ég hafi gert það (og pottþétt ekki egill)).

En í staðinn fyrir að halda þessari stöðu, eða komast yfir, þá náðu KR-ingar að klára dæmið með tveimur mörkum á 10 mínútum.

Þetta KR-lið var kannski frekar vafasamt, þótt það sé svo sem engin afsökun. En leiðinlegt þegar sterkir A liðs leikmenn spila heilann B liðs leik ( og skora í honum 6 mörk). En svona er þetta nú.

Það er bara næsti leikur - núna strax á laugardaginn á móti Leikni. Þurfum virkilega að klára hann og komast í 2 sigrar/2 töp. Ok sör.

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 20.apríl 2006. - Sumardagurinn fyrsti.
Tími: Kl.12.40 - 13.55.
Völlur: KR-völlur.

Þróttur 0 - KR 8.
Staðan í hálfleik: 0-5
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 0-6, 0-7, 0-8.

Maður leiksins: Úlfar / Leifur.

Vallaraðstæður: Klassa veður, hlýtt og völlurinn aðeins blautur og fínn.
Dómarar: Einn dómari sem stóð sig með ágætum, gat náttúrlega ekki séð allt.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Hreiðar og Gunnar bakverðir - Úlfar og Leifur miðverðir – Davíð H og Óskar á köntunum - Jónmundur og Guðmundur á miðjunni – Pétur aðeins fyrir neðan Flóka frammi.

Almennt um leikinn:

Það er náttúrulega fátt leiðinlegra en að tapa stórt og höfum við ekki riðið feitum hesti í þessu móti. Mótherjarnir núna voru náttúrulega A lið KR-inga á yngra ári og frekar massíft lið.

Egill skrifar:

Leikurinn byrjaði ekki beint vel, þar sem við fengum strax á okkur mark og var það eftir mikinn klaufaskap fyrir framan markið.
Þrátt fyrir það gerðum við okkar besta í því að berjast og náðum að halda markinu okkar hreinu í nokkurn tíma. En þegar annað markið kom, kom smá uppgjöf í okkar lið og fengum við önnur tvö á okkur strax í kjölfarið.
Seinustu mínúturnar sem lifðu af fyrri hálfleiknum voru ekki mikið fyrir augað og einkenndust þær bombum okkar fram völlinn. En það sem við klikkuðum á var að við náðum ekki að ýta vörninni okkar útað miðju og var því pressan allan tímann á okkur.
Fimmta mark KR-inga kom síðan rétt fyrir hlé og var þar að verki leikmaður sem að ég held að hafi skorað fjögur af þeim fimm mörkum sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik. Hann var mjög snöggur, en eins og við töluðum um í hálfleik, þá er málið þegar maður er að dekka snöggan framherja að ”falla” aðeins aftur, til þess að maður eigi tvo metra á hann.

Þetta bættist aðeins í seinni hálfleik og fannst mér við vera að spila mun betur. Við fengum tvö eða þrjú færi, sem við hefðum alveg getað nýtt, eitt eftir að Hreiðar prjónaði sig snyrtileg upp allan hægri kantinnm, en missti síðan boltann aðeins og langt frá sér og náði markvörðurinn að “éta” hann og annað eftir gott spil okkar manna.
Vörnin var að gera það sem við töluðum um í hálfleik og var að spila mjög vel. Sérstaklega Úlfar og Leifur, sem áttu vægast sagt stórleik, þrátt fyrir stórt tap.
En þegar líða tók á hálfleikinn var eins og við værum búnir, kannski skiljanlegt, þar sem við vorum bara 11 og þar af voru tveir leikmenn búnir að spila einn leik áður. Af því leiddi að við vorum ekki jafn ákafir og ákveðnir og í byrjun hálfleiksins og endaði þetta með því að þeir náðu að setja þrjú mörk áður en dómarinn flautaði leikinn af.

Í raun ekkert alslæmur leikur, þar sem KR-ingar voru með mjög sterkt lið og við einungis 11. Þó fannst mér við geta betur og voru ekki allir 11 mennirnir okkar á 100% allar 70 mínúturna.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home