Leikir helgarinnar - úrslit!
Heyja.
Kepptum fjóra leiki í dag takk fyrir. Þokkaleg keyrsla.
Enn ekki okkar dagur - vantaði allan vilja í allt of marga leikmenn
, sem og meiri kraft. En það helsta úr leikjunum er að finna hér:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 1.apríl 2006.
Tími: Kl.11.30 - 12.45.
Völlur: Fylkisgervigras.
Þróttur 0 - Fylkir 3
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3.
Maður leiksins: Þorleifur.
Vallaraðstæður: Það var frekar kalt upp í Árbæ og var frekar sterkur vindur á móti okkur í fyrri hálfleik.
Dómarar: 1 Fylkisdómari dæmdi leikinn svona lala. Dæmdi afar mikið á okkur í byrjun en svo jafnaðist það út.
Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Matthías og Ágúst Heiðar bakverðir - Tolli og Danni I miðverðir - Jóel og Reynir á köntunum - Starkaður og Kristófer á miðjunni - Tryggvi og Anton Helgi frammi + Davíð Þór, Daníel Örn og Dagur.
Almennt um leikinn:
Þessi leikur var svipaður og síðasti leikur við Fylki! Vorum alveg inn í leiknum nánast allann tímann - fengum 2-3 góð færi í fyrri hálfleik en náðum ekki að klára. vantaði í raun bara herslumunin - og hefðum við sett mark í fyrri hálfleik hefðu úrslitin pottþétt verið önnur.
Varnarleikurinn var svona upp og ofan. Það vantaði aðeins tal og að menn þéttu þegar þeir sóttu. við vorum aðeins of langt frá hvor öðrum og þeir náðu allt of oft að senda boltann inn fyrir á sentarana, sem komust einn á móti Orra. Orri sá reyndar ótrúlega vel við þeim í alla veganna fjórgang. Eins þurfum við að halda línunni betur, en ég veit að þetta getur verið frekar erfitt (að sjá manninn, boltann og línuna). En menn börðust þokkalega og komu oft í veg fyrir að fylkismenn skoruðu fleiri mörk.
Sóknarleikurinn var eiginlega ekki til staðar á köflum - við vorum bara í vörn trekk í trekk. En við náðum samt að komst inn fyrir nokkrum sinnum. en eins og sagði vantaði bara lítið upp á að við "settum" hann. Við sátum líka stundum eftir - og við það myndaðist aðeins of stórt autt svæði miðsvæðis.
Var afar ánægður með fyrstu 20 mín í seinni - leikurinn var jafn og hefði verið snilld að setja mark. vantaði bara smá heppni. Fullt af leikmönnum að standa sig afar vel, börðust og þannig þarf það að vera hjá öllum 11 inn á. Svo bara næsti leikur.
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 1.apríl 2006.
Tími: Kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 0 - Fjölnir 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5.
Stóð sig skást: Jónas.
Vallaraðstæður: Það var þurrt og frekar kalt. Ekki skemmtilegast veður í heimi.
Dómarar: 1 dómari frá Fjölni. Var frekar spes, flautaði mikið og átti stundum erfitt að sjá rangstæðuna einn!
Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Gylfi og Símon bakverðir - Jónas og Diddi miðverðir - Bjarki Þór og Árni Freyr á köntunum - Aron Ellert og Bjarmi á miðjunni - Danni Ben (fyrirliði) og Ási frammi + Arnþór Ari og Viktor.
Almennt um leikinn:
Úrslitin klárlega vonbrigði. Fjölnismenn vissulega sterkir og eiga eftir að fara langt í mótinu en virkilega svekkjandi að tapa svona stórt, og það annan leikinn í röð. En við verðum bara að sýna karakter og halda haus. Æfa vel í vikunni næstu og vera klárir í næsta leik!
Eins og um síðustu helgi þá fáum við á okkur mark snemma og það er bara alveg deadly fyrir okkur- alla veganna í dag vorum við ekki allir á þeim buxunum að berjast þanngað til á síðustu mínútu - því miður.
Þeir voru hættulegir fram á við, með sterka vængmenn og voru afar ógnandi í föstum leikatriðum, enda fáum við á okkur 2-3 mörk þannig. Fyrsta markið kom þegar hættulegur svífandi bolti kemur inn í teig og þeir ná að skalla boltann inn - mjög erfitt að verjast svona boltum. Í staðinn fyrir að við kæmum okkur aftur inn í leikinn, settu þeir annað markið og útlitið ekki gott.
Við héldum boltanum ekki nóg vel innan liðsins, hreyfing án bolta var slök og við komumst lítið áleiðis á móti sterkri vörninni þeirra.
Við þurfum greinilega að gera betur í hornum á okkur, sem og í aukaspyrnum rétt fyrir utan teig. Nr.1 er að klára manninn sinn - maður þarf ekki endilega alltaf að vinna boltann en maður verður alltaf að trufla manninn. Nr.2 er að sjá mann og bolta. passa að gleyma sér ekki og horfa bara á boltann - alltaf að vita af manninum sínum.
Við vorum meira inn í leiknum í seinni hálfleik - lítill munum á liðunum - en það vantaði aðeins upp á dekkningu og að klára manninn sinn og þeir settu 2 mörk - síðasta markið kom á síðustu mínútunni og fannst mér við geta gert betur þar.
Stákar, bara upp með hausinn - mætum í næsta leik með trúnna í lagi, vilja og algjöra stríðsbaráttu. Þetta er ekkert mál - við getum unnið hvaða lið sem er. punktur.
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 1.apríl 2006.
Tími: Kl.15.20 - 1635.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 3 - Fjölnir 1.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1.
Maður leiksins: Jakob Fannar.
Mörk: Bjarki Steinn (16 mín) - Bjarki B (24 mín) - Gulli (45 mín).
Vallaraðstæður: Það var þurrt og frekar kalt. Ekki skemmtilegast veður í heimi. En skárra en í leiknum á undan.
Dómarar: 1 dómari frá Fjölni. Átti ekki góðan dag og alltaf erfitt að sjá rangstæðuna einn!
Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Arnar Kári og Jón Kristinn bakverðir - Jakob Fannar og Viktor miðverðir - Stefán Tómas og Kormákur á köntunum - Arnþór Ari og Bjarki B á miðjunni - Bjarki Steinn og Gulli frammi + Anton Sverrir, Atli Freyr (fyrirliði) og Úlli.
Almennt um leikinn:
Þessi sigur gaf manni gott pepp skal ég segja ykkur! Byrjuðum vel - Vorum allan tímann sterkari aðilinn og misstum leikinn aldrei niður. Vörnin var afar þétt og traust, en lá kannski aðeins of aftarlega. Fjölnismenn voru samt aldrei líklegir að skora. Krissi átti líka klassa leik í markinu og átti alla bolta.
Við vorum ansi sprækir framm á við, vorum duglegir að stinga okkur inn fyrir og losa okkur - og hefðum átt að setja fleiri mörk í fyrri hálfleik.
Loksins sá maður að menn vildu vinna og klára dæmið. eitthvað sem vantaði kannski í leikinn á undan. héldum boltanum betur en vanalega, miðjan fín og boltinn gekk bara vel á milli manna.
Í staðinn fyrir að bæta við mörkum, þá fengum við á okkur mark í seinni hálfleik. Svo sem lítið við því að segja - en við héldum út, héldum hreinu, sem er jákvætt. - áttum fleiri fínar sóknir, börðumst og kláruðum leikinn. Fín stemmning í liðinu, margir leikmenn að standa sig virkilega vel og banka klárlega á A liðið.
Þið finnið hvað þetta er miklu skemmtilegra - að klára leik með góðum sigri. þurfum bara að venjast þeirri tilfinningu betur takk.
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 1.apríl 2006.
Tími: Kl.16.40 - 17.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 2 - Fjölnir 12.
Staðan í hálfleik: 1- 4.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 5-1, 6-1, 6-2, 7-2, 8-2, 9-2, 10-2, 11-2, 12-2.
Maður leiksins: Flóki.
Mörk: Flóki (24 mín og 42 mín).
Vallaraðstæður: Það var þurrt og frekar kalt. Ekki skemmtilegast veður í heimi. Varð kaldara er líða tók á leikinn.
Dómarar: 1 dómari frá Fjölni. Slapp svo sem en alltaf erfitt að sjá rangstæðuna einn!
Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Kevin Davíð og Davíð Hafþór bakverðir - Jónmundur og Tumi miðverðir - Krissi og Pétur Dan á köntunum - Atli Freyr og Arnar Páll á miðjunni - Flóki (fyrirliði) og Anton Sverrir frammi + Emil Sölvi, Elvar Aron, Óskar og Stefán Karl.
Almennt um leikinn:
Það var farið illa með okkur í þessum leik -viljum helst gleyma þessum leik sem fyrst! Lokatölur náttúrulega alls ekki viðunandi - vorum samt alveg inn í leiknum á tímabili en svo í seinni hálfleik máttu þeir varla komast í sókn án þess að skora.
En strákar, það vantaði baráttu og vilja frá fyrstu mínútu. Við verðum að byrja leikina með hausinn hátt uppi og sýna að við viljum vinna leikinn. Menn verða að tala betur og búa til smá stemmningu. Það vantaði að menn vönduðu sendingar og buðu sig aftur til leikmannsins sem þeir voru að senda á!
Það er frekar erfitt að halda áfram og reyna að berjast þegar staðan er orðin slæm. menn hætta ósjálfrátt og fengum við á okkur mörk sem við myndum á venjulegum degi aldrei fá á okkur.
Og strákar, við hefðum átt að skora fyrsta mark leiksins, alveg í byrjun. Ímyndið ykkur hvernig leikurinn hefði þróast þá! En í staðinn taka Fjölnismenn öll völd á vellinum og setja 1-2 mörk og við hættum. Við börðumst ekki um boltana, engin talaði og við áttum í erfiðleikum að spila boltanum upp völlinn - líka erfitt að halda einbeitingu þegar maður er alltaf að verjast og kemst aldrei yfir miðju. Og því betri sem við erum að halda bolta, því minni líkur eru á því að andstæðingurinn skorar. svo einfalt er það.
Mörkin sem Flóki skoraði voru klassi, var líka óheppin tvisvar að bæta ekki við. En munurinn var of mikill til að þetta lífgaði okkur við.
En strákar - við lærum bara af þessu. Bið menn að hugsa aðeins í sínu horni hvort þeir vilji ekki vera týpur í að peppa og rífa mannskapinn upp. Því það vantar þannig gaura í liðið, og í öll hin liðin reyndar. Spáið í því.
Það vantaði líka leikmenn og vona ég að við verðum með fullskipað lið um næstu helgi.
hugsum vel um okkur í vikunni og verðum klárir næsta laugardag. okey?
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home