Leikurinn við ÍR - sumardaginn fyrsta!
Heyja.
Hérna er allt um malarleikinn við ÍR á fimmtudag:
- - - - -
Dags: Fimmtudagurinn 20.apríl 2006. - Sumardagurinn fyrsti.
Tími: Kl.12:40 - 14:00.
Völlur: ÍR-malarvöllurinn.
Þróttur 4 - ÍR 4
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4, 3-4, 4-4.
Maður leiksins: Sindri
Mörk: Anton Sverrir 2 (1 úr víti) - Tryggvi 2.
Vallaraðstæður: Sól og mjög gott veður. Völlurinn svolítið þurr og leiðinlegur.
Dómarar: Kladdsa dómarar, línuverðir og allur pakkinn.
Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Matti og Ágúst bakverðir - Mikki og Sindri miðverðir - Tryggvi og Danni á köntunum - Reynir og Anton H á miðjunni - Hákon aðeins fyrir neðan Anton S frammi. + Emil, Elvar og Viðar, Dagur, Maggi og Seamus.
Almennt um leikinn:
Leikurinn byrjaði mjög jafn og spennandi. Við vorum heldur sterkari aðilinn og settum strax í byrjun fína pressu á þá. Þeir reyndar sluppu framhjá okkur en við sáum við þeim með mjög góðum varnarleik. Reyndar vantar aðeins talandann í vörnina og smá meiri samvinnu, vinnum í því.
Anton Sverrir var duglegur við að sleppa einn í gegnum vörn ÍR-inga og skapaðist mikil hætta við mark þeirra. Reynir átti mjög gott hlaup og fékk boltann inn fyrir vörnina og hljóp að markinu. Það var ýtt á bakið á honum og fengum við því víti dæmt. Anton Sverrir tók vítið og tók ágætt víti (reyndar ekki það öruggasta) en það fór inn. Við héldum pressunni mjög vel eftir það, en við fengum þó á okkur nokkrar hættulegar sóknir áður en við náðum að setja annað mark á þá, sem Anton Sverrir gerði meistaralega.
Eftir þetta mark fórum við að slaka á og fengum á okkur tvö mörk með frekar stuttu millibili í lok fyrri hálfleiks. Það vantaði alla baráttu í okkur og við vorum ekki nógu duglegir við að vinna til baka og sinna varnarhlutverki. Það er nú bara þannig að við þrufum alltaf að spila vörn, sama hvaða stöðu við spilum.
Þegar við hófum seinni hálfleikinn byrjuðum við nokkuð vel. Við náðum að spila boltanum og létum hann rúlla. Komum okkur í nokkur góð færi, þó við næðum ekki að skora en það er ekki nóg að spila sókn. Við þurfum líka að spila vörn, við lágum allt of framarlega og fengum á okkur tvö "break" sem þeir nýttu sér og skoruðu úr báðum. Í báðum þessum mörkum hefði verið svo einfalt að þétta pakkann og loka á að þeir kæmust á milli okkar.
Á síðustu 10 mínútunum tókum við okkur saman í andlitinu og jöfnuðum leikinn. Tryggvi kom inná í "strikerinn" og setti tvö mörk, annað eftir að hafa fengið góðu sendingu af miðjunni og hitt eftir gott skot frá Seamusi í slánna (jafnvel að sá bolti hafi verið inni) og síðan fylgdi Tryggvi vel á eftir.
Flott að koma til baka og ná að jafna leikinn eftir að hafa lent undir. Þó við hefðum átt að vinna þennan leik var margt gott í honum. Við náðum að spila mjög vel þótt völlurinn væri leiðinlegur. Vantar bara aðeins upp á það að allir séu að vinna sína varnarvinnu. Það er bara eitthvað sem við þurfum að bæta og við munum bæta það á næstunni.
- - - - -
2 Comments:
þetta var góður leikur og við þurfum að berjast svona ´´afram
Reynir
hvar eru hinri leikirnir eru þeir ekki að fara að koma
Post a Comment
<< Home