Leikur v Fjölni!
HEY.
Seinni leikurinn við Fjölni var í gær í heitri Egilshöllinni.
Við spiluðum mjög vel á köflum og frekar spes að hafa tapað
leiknum svona stórt! En allt um leikinn hér:
- - - - -
Dags: Miðvikudagurinn 7.desember 2005.
Tími: Kl.16.10 - 17.20.
Völlur: Egilshöllin.
Þróttur 0 - Fjölnir 9
Staðan í hálfleik: 0 - 4.
Maður leiksins: Úlfar Þór.
Vallaraðstæður: Erfitt að toppa Egilshöllina.
Dómarar: Þjálfari Fjölnismanna sá um einn helming og Egill rúllaði upp hinum.
Liðið (4-4-2): Anton Sverrir í marki - Danni og Ágúst bakverðir - Úlli og Gummi miðverðir - Hákon og á köntunum - Arnar Kári, Ingvar og Reynir á miðjunni - Tryggvi frammi + Orri - Stefán Karl - Emil Sölvi - Elvar Aron - Gabríel - Dagur - Arianit - Matthías - Diddi - Kevin Davíð.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Við byrjuðum þennan leik ágætlega og enduðum hann vel. En í millitíðinni náðu Fjölnismenn að koma knettinum níu sinnum í okkar mark. Sem er náttúrulega of mikið.
Við töluðum um að vanda okkur sérstaklega með útspörkin og gekk það bara bærilega. Fjölnismenn voru sterkir og skoruðu tvö mörk sem við gátum lítið gert við. En svo gáfum við þeim tvö önnur í seinni; annað eftir að hafa misst boltann illa við okkar vítateig og annað á síðustu mínútu hálfleiksins. Eins fengum við á okkur mark á 20 sekúndu seinni hálfleiks - og það verður að segjast að það er erfitt að koma tilbaka eftir tvö mörk á svo skömmum tíma.
Það vantaði líka að menn hreyfðu sig og báðu um boltann. Við náðum varla 4 sendingum á milli okkar - og misstum boltann eiginlega alltaf strax - og það er erfitt að verjast heilan leik.
En menn börðumst þrátt fyrir að vera undir - og hefðu Fjölnismenn skorað enn fleiri mörk hefðum við ekki djöflast áfram og komið boltanum frá hættusvæðinu.
Við vorum líka með marga menn - og geta margar skiptingar inn á haft eitthvað að segja varðandi leikskipulagið. Eins þurfum við að finna lausn á að allir markmenn fái meiri spilatíma.
En það er bara klapp á bakið á næsta manni - og halda áfram að bæta sig. Tökum bara ódýru mörkin út núna fyrir jól - og síðan ekki sögunni meir! Ok sör.
- - - - -
1 Comments:
Hæ þetta er Úlfar við þurfum að bæta vörnina, líka að menn fari í boltann ekki bara horfa á hvað er að gerast. En samt þurfum við líka að bæta sóknina ekki bara vörnina. Koma með tæklingar.
Post a Comment
<< Home