Leikir v FH!
Sælir.
Það voru tveir leikir í blíðviðrinu í gær við FH. Unnum einn og
töpuðum einum. Báðir leikir samt góðir. Kíkið á þá:
- - - - -
Íslandsmótið
FH völlur - Þriðjudagurinn 14.júní kl.17:00-18:15
Þróttur 2 - 1 FH
Liðið (4-4-2): Egill - Oddur - Valli - Siggi - Einar Þór - Villi - Tommi - Aron - Einar - Danni - Ingó + Stymmi - Jölli - Ingimar.
"barcelona"
Mörk: Villi - Aron
Menn leiksins: Tómas Hrafn og Aron Heiðar
Almennt um leikinn:
Loksins loksins verð ég að segja. Loksins komuð þið með sigurvilja í leik. Þið hljótið að hafa fundið það sjálfir hvað það skiptir miklu máli að vera grimmir og tala við liðsfélagann í leik...það breytir feitt miklu. Það var reyndar smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við slökuðum á en fyrir utan það áttum við bókstaflega leikinn. Fyrra markið okkar var tær snilld. Fyrirgjöf og mark. Þannig á það að vera svo erum að fara að ná því að maður þarf ekki alltaf að bomba boltanum fram á framherjana...stundum að vera svalur og leggjann bara á bakvörðinn...meira af stuttu spili í næstu leikjum. Staðan var 1-1 í hálfleik.
Í seinni hálfleik vorum við nánast allan tímann með boltann en náðum kannski ekki að skapa okkur nein virkilega góð færi...en sem betur fer höfum við góðann skotmann (og menn) í okkar röðum...og sigurmarkið gat ekki verið flottara...beint úr aukaspyrnu upp í markhornið....snilld hjá Aroni. Miðjumennirnir voru segir í því að berjast fyrir boltanum á miðjunni og hlupu eins og þeir voru með skrattann á hælunum allan tímann...en eins og ég segi þá var þetta toppleikur hjá ÖLLUM í liðinu og hvers vegna....jú þið VILDUÐ vinna...og það skiptir rosalegu máli...keep up the good work.
- - - - -
Íslandsmótið
FH völlur - Þriðjudagurinn 14.júní kl.18:30-19:45
Þróttur 1 - 3 FH
Liðið (4-4-2): Snæi - Gylfi - Aron E - Bjarmi - Arnar Már - Símon - José - Bjarki B - Auðun - Ævar Hrafn - Kobbi + Ási - Bjarki Þór - Arnar Páll - Gulli.
"barcelona"
Mörk: Bjarmi
Maður leiksins: Bjarki B.
Almennt um leikinn:
Klárlega ein ósanngjörnustu úrslit sumarsins. Við áttum allavega skilið stig eftir svona frammistöðu. Við unnum náttla Keflavík síðast og þið eruð greinilega á réttri leið...því samkvæmt mínum kokkabókum þá var þetta eitt besta liðið í þessum riðli. En það þýðir ekki að við megum ofmetnast, þvert á móti þá verðum að einblína á að reyna bæta okkar leik og það er enn margt sem þarf að bæta. OK, FH-ingarnir skora 3 mörk og fá liggur við 2 færi (síðasta markið var náttla ekkert hægt að gera í). Við þurfum að fara að skapa okkur betri færi og þegar við fáum færin verðum við að nýta þau. Það gleymist oft að þegar maður klúðrar mikið af færum tapar maður alveg eins leikjum eins og þegar maður gerir klaufamistök í vörninni. Þurfum að láta boltann ganga aðeins betur á milli okkar og bæta einfaldar innanfótar sendingar, þær eru rosalega mikilvægar og trúið mér...þið verðið aldrei það góðir í innanfótarsendingum þannig að þið þurfið að hætta að æfa þær. Eitt megið þið þó eiga að það vantar ekki uppá baráttuna og þannig vil ég að þið haldið áfram að vera. Heilt yfir; mjög fínn leikur hjá okkur.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home