Friday, June 10, 2005

Leikir v Keflavík!

jó.

fyrstu heimaleikirnir í sumar voru í gær. spiluðum við
keflavík uppi á suðurlandsbraut. leikirnir tveir voru eins og svart og
hvítt! lesið meir:

- - - - -

Íslandsmótið
Þróttarvöllur - fimmtudagurinn 9.júní kl.17:00-18:15
Þróttur 1 - 5 Keflavík
Liðið (4-4-2): Snæi - Matti - Valli - Aron H - Aron E - Ási - Jölli - Villi - Stymmi - Dabbi - Danni + Ingó - José.
Mörk: Stymmi
Maður leiksins: Valli
Almennt um leikinn:

Náðum að skora á undan eins og í síðasta leik. Fínt mark hjá stymma eftir smá bögl inn í teig. en frá fyrstu mínútu voru menn einfaldlega ekki að leggja sig fram. Svo ótrúlega einfalt er það. ég veit ekki hvort menn séu þreyttir eða hvort þetta sé hugarfarið. en meir að leiknum - við sluppum alveg fyrstu 25 mín og áttum nokkur hálffæri. En eins og svo ótrúlega oft áður þá reyndum við alltaf að sækja beint fram á við - og það er svo ferlega erfitt fyrir bæði sóknarmenn og miðjumenn að fá boltann í lappirnar þegar þeir snúa í átt að hinu markinu, auk þess að markmaðurinn nær boltanum í flestum tilvikum þegar við gefum alltaf beint upp völlinn! jöfnunarmarkið þeirra kom einmitt svona - í staðinn fyrir að byrja sókn með því að koma boltanum út á kant, þá misstum við hann klaufalega og einn keflvíkingur fekk boltann (líka klaufalega) inn fyrir okkur og kláraði færið.

Í hálfleik töluðum við um að spila boltanum betur út á kant og halda bolta innan liðsins og við ætluðum að vera kóngarnir á vellinum. Gekk vel í upphafi og vorum betri, svo skora þeir fljótlega algert aulamark. Eftir það vorum við miklu betri en áttum sossum ekkert dauðafæri. Það fjaraði svo fljótlega út og þeir skora mark þar sem einn gæinn labbar bókstaflega í gegn og fær alveg opið færi. Þegar þarna var komið til sögu voru ca. 20 mín eftir af leiknum og sá tími er meira en nægur til að skora tvö mörk. Þegar við komumst undir þýðir ekki að bomba fram og vona...það gerir maður þegar 1 og hálf mín. er eftir. Það sem við gerum er að spila boltanum á næsta mann, helst í fætur en þá þarf líka að vera góð hreyfing án bolta og menn VERÐA að NENNA að hlaupa sig þreytta. Skemmst er frá því að segja að þeir skora tvö mörk til viðbótar og þið vitið það jafnvel og ég hversu auðvelt var að komast hjá þeim.

En nóg af skömmum og leiðindum, því betur má ef duga skal. Við verðum bara að mæta í næsta leik af KRAFTI og fullir sjálfstrausts því að ég veit að þetta lið getur unnið HVAÐA lið sem er...það er alveg á hreinu að við komum, hungraðir og brjálaðir á móti FH....ekki satt?

- - - - -

Íslandsmótið
Þróttarvöllur - fimmtudagurinn 9.júní kl.18:00 - 19:45

Þróttur 5 - 1 Keflavík
Liðið (4-4-2): Binni- Kobbi - Einar - Bjarmi - Gylfi - Símon - Ingó - Tommi - Bjarki Þór - Bjarki B - Auðun + Arnar Páll.
Mörk: Tommi 2 - Bjarki B 2 - Ingó
Maður leiksins: Tommi
Almennt um leikinn:


Jemm jemm, snilldar leikur nánast allan tímann, það var kannski 12 mín. kafli í stöðunni 2-0 í fyrri hálfleik þar sem við hleyptum þeim næstum því inní leikinn, en sem betur fer var Binni í massa stuði. Tommi skoraði tvö mjög góð mörk, þar sem hann nýtti styrk sinn fram yfir Keflvíkingana og langar mig sérstklega að hrósa honum fyrir seinna markið. Þar braut síðasti varnamður þeirra á honum og hann hefði auðveldlega getað látið sig detta, en í staðinn hélt hann áfram og skoraði...alger snilld, málið er að ef Tommi hefði látið sig detta þá er ekkert víst hvort dómarinn hafi dæmt og í öðru lagi að ef dómarinn hefði dæmt þá er alls ekkert víst að við hefðum skorað úr auka- eða vítaspyrnunni. Staðan í hálfleik semsagt 2-0.

Einhversstaðar heyrði ég að erfiðasta staðan til að halda í hálfleik væri einmitt 2-0. Þetta virðist öruggt en hins vegar er nægur tíma fyrir hina að jafna...þetta sagði ég ykkur í hálfleik og þið brugðust hárrétt við inná vellinum, í stað þess að hjúpa sig einhverri varnarskel þá sóttum við af krafti sem uppskar svo mark sem Bjarki Bjögga skoraði...glæsilegt mark hjá púpunni, tók manninn á skaut yfir markmanninn þeirra...3-0 og nú vorum við búnir að drepa þá. Auðun (og fleiri) átti svo urmull af færum en allt kom fyrir ekki. Þarna hættum við að sækja og gáfum þeim smá séns. Fljótasti gæinn þeirra komst einn inn fyrir, en ef að spretturinn hefði verið aðeins lengri held ég að Einar hefði náð honum. 3-1. Nú settum við aftur í gírinn og skoruðum tvö góð mörk, fyrst Bjarki aftur og svo Ingó með þrusu í slánna og inn. Mjög góð frammistaða, en alltaf má gott bæta og í næsta leik verðum við að spila ennþá betur, maður á alltaf að stefna á að gera betur enn í síðasta leik.

- - - - -

2 Comments:

At 3:50 PM, Anonymous Anonymous said...

Sjitt ka fyrsta frásögnin var rosalega dramatísk ;-) þú ættir að vera rithöfundur
!:-P

 
At 9:11 PM, Anonymous Anonymous said...

heyrðu , þetta er hið fínasta blogg. las þetta ekki allt en samt fínt :l

stymmi

 

Post a Comment

<< Home