Saturday, June 04, 2005

Leikur v Fjölni!

Heja.

Síðasti leikur vikunnar var við Fjölni á Fjölnisvelli. Mikil forföll voru
en samt vorum við vel mannaðir. hérna er allt um þennan leik:

- - - - -

Íslandsmótið
Fjölnisvöllur - föstudagurinn 3.júní kl.18:30-19:45
Fjölnir 7 - 2 Þróttur
Liðið (4-4-2): Raggi - Viktor - Arnar Már - Hreiðar - Tumi - Davíð - Gulli - Gunnar Æ - Gunnar Björn - Halli - Arnar Páll + Óskar - Atli Óskar - Flóki - Siggi E - Freyr.
Mörk: Freyr 2
Maður leiksins: Arnar Már.
Almennt um leikinn:

Sama hér og í gær - allar aðstæður mjög góðar. En við fengum á okkur tvö mörk mjög snemma. En samt héldum við áfram að berjast. Þeir sóttu á okkur nánast allann leikinn, nema kannski síðustu 10 mín. Og við vörðumst mjög vel og náðum að spila boltanum oft vel á milli okkar. En svo er svo skrýtið að eftir klassa varnarleik á köflum er eins og við sofnum alveg og þeir ná að skora. Þetta kennir okkur að maður má aldrei slaka á og pása. Maður þarf alltaf að hafa augun á manninum sínum og hvar boltinn er. Raggi bjargaði okkur trekk í trekk með massa markvörslu - Arnar Már var á milljón allan leikinn og stjórnaði vörninni vel. Seinni hálfleikurinn var miklu betri hjá okkur - við fengum ekki á okkur mark fyrstu 20 mín - og náðum að setja tvö klassa mörk. Hefðum líka getað bætt við fleirum í lokinn. Við þurfum samt greinilega að koma okkur í aðeins betra form - þótt við séum mjög ánægðir með að menn keyri sig út í 15-20 mín og fái svo bara skiptingu í smá tíma til að pása. Og ef allir 11 gera þetta þá gengur okkur vel. Talandinn var ágætur í gær en getur verið betri. Ímyndið ykkur ef allir 11 væru síkjaftandi allann leikinn: "maður í bak", "ég er með hann", "taktu hann", "taktu stöngina" og svo náttúrulega nafnið sitt. Það hjálpar rosalega. En hugsum jákvætt um þetta og byrum að spá í næsta leik sem er næsta föstudag.

- - - - -

3 Comments:

At 6:09 PM, Anonymous Anonymous said...

ÉG er alveg samala þér í sambandi maður leiksins hann Arnar átti þetta skilið. Ps Gulli er ömurlegur Lúði

 
At 10:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Screw you Ingvi piss of you dredfull coach and player haha eg a heima numer klebbsveg 66

 
At 11:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég alvöru Davíð Hafþór bý ekki á Klebbsvegi 66 heldur bý ég á Kleppsvegi 66 og það var ekki ég sem að skrifaði þetta. Og hvernig væri að sá sem að gerði þetta fari að nota sitt eigið nafn.

 

Post a Comment

<< Home