Thursday, June 23, 2005

Mfl leikur!

Heyja.

Fínar æfingar áðan. nettur skotbolti og svona.
massa mæting hjá eldra árinu. allt í lagi hjá yngra árinu.
og nú meiddist egill í baki. hvað er að frétta?
nýja vestistaskann vakti mismikla hrifningu!

en hérna er miðinn sem allir fengu.
Sjáumst svo á æfingu á morgun, föstudag (eða á kr vellinum í kvöld).
og svo helgarfrí :-)

- - - - -

4.flokkur - Knattspyrnufélagið Þróttur - 23.júní

- Leikmenn -

Í kvöld, fimmtudaginn 23.júní – (lengsta dag ársins!) er . . .

KR - Þróttur

Í Landsbankadeildinni.
Á KR - velli.
Klukkan 19.15.


Það er alltaf geðveik stemmning á KR vellinum.


En á á morgun, föstudag, eru svo æfingar á þessum tímum:
- Yngra ár: kl.11.00 – Suðurlandsbraut.
- Eldra ár: kl.15.00 – Þríhyrningur.


Það er svo helgarfrí – EN ATH: Leikurinn hjá A2 á móti BÍ/Bolungarvík verður á mánudaginn (en ekki á sunnudaginn eins og til stóð vegna vandræða með flug). Á æfingunni á morgun “fáiði” allar upplýsingar um ferðina.

- - - - -

Loks er æfing kl.10.00 hjá yngra árinu á mánudaginnm, á gervigrasinu – og frí hjá öðrum á eldra ári vegna einhvers “vinnuskólachills” – er það ekki?

Sjáumst sprækir.
– ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home