Vikan!
Hey hey.
Hérna fyrir neðan er miðinn sem allir fá í dag. Aðalmálið er kannski að
það er leikur í dag hjá einu liði við Val. Þeir sem lesa þetta í tíma geta mætt
beint niðrá Hlíðarenda í dag - en annars fá allir miða í dag og þeir sem eiga að
keppa, kíkja heim og mæta svo í leikinn kl.17.00
kíkið svo á planið:
- - - - -
4.flokkur
Knattspyrnufélagið Þróttur
20.júní
- Leikmenn -
- Í dag (mán) er leikurinn við Val sem var frestaður á laugardaginn var. Það er mæting kl.17.00 að Hlíðarenda og spilað á grasinu þeirra. Hópurinn sem átti að mæta á laugardaginn stendur. Búið um 19.00.
- Í kvöld (mán) er bikarleikur hjá mfl við Hauka að Ásvöllum.
Leikurinn byrjar kl.19.15 og upplagt að taka bíltúr í Hafnarfjörðinn!
- Á morgun (þrið) og miðvikudag ætlum við að breyta aðeins til og taka nettar hjólaferðir. Túrinn er ekki fyrir hvern sem er! Nauðsynlegt er að eiga (eða fá lánað) ágætishjól, góðan hjálm (alger skylda) og svo að vera í þokkalegu formi, en það eru þið nú allir. Við förum nánast allt á sér hjólabrautum.
Planið lítur svona út:
Þriðjudagurinn 21.júní: Eldra ár - Mæting kl.13.00 niður í Þrótt.
Leiðin: Elliðarárdalur-Breiðholt-Kópavogur-Fossvogur.
Erfiðleikastig: 8.2
Veðurspá: Norðaustanátt. Smá rigning eða súld. Hiti 7-12 stig.
Sundlaug: Salalaug.
Taka með: Sunddót – pening í sund - pening fyrir ís eða bakarísdóti (ca.250kr).
Komið tilbaka ca. kl.16.00.
Miðvikudagurinn 22.júní: Yngra ár – Mæting kl.12.00 niður í Þrótt.
Leiðin:Sjávarsíðan–Seltjarnarnes–Vesturbærinn–Nauthólsvík.
Erfiðleikastig: 7.4
Veðurspá: Hægviðri og víða bjart. Úrkomulítið. Hiti 5-14 stig.
Sundlaug: Seltjarnarneslaug
Taka með: Sunddót – pening í sund - pening fyrir ís eða bakarísdóti (ca.250kr).
Komið tilbaka ca. kl.15.30.
- - - - -
Næst eru svo æfingar á fimmtudaginn: Yngra ár kl.13.00 og Eldra ár kl.14.00 - á Suðurlandsbraut.
Og um kvöldið er svo KR – Þróttur í mfl.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home