Tuesday, June 28, 2005

Leikur v BÍ/Bolungarvík!

Sælir.

En eitt "roadtrippið" hjá A2. Og nú alla leið á Bolungarvík.
Það var farið með flugvél kl.07.45 og komið aftur um kvöldið.
15 leikmenn fóru ásamt kjadlinum. Fín ferð fyrir utan kannski
1 mark hjá þeim!! en samt allt í gúddí. lesið um leikinn:

- - - - -

Íslandsmótið Valsvöllur - Mánudagurinn 20.júní kl.17:30-18:45
Þróttur 1 - 2 BÍ/Bolungarvík
Liðið (1-3-4-2!): Binni - Dabbi - Hákon - Maggi - Þorsteinn - Óli Ó - Baldur - Matti - Pétur Hjörvar - Viggó - Óli M + Ívar - Haukur - Þröstur - Óttar.
Mörk: Dabbi
"barcelona"
Maður leiksins: Dabbi
Almennt um leikinn:

Við vorum í vörn mest allann leikinn - en unnum þá vinnu sérlega vel. Vorum kannski heppnir nokkrum sinnum - en yfir höfuð voru allir að djöflast allan tímann. Við náðum nokkrum sinnum að pressa á þá - og vorum við helst líklegir til að skora eftir hornspyrnur. Markið okkar kom einmitt eftir horn en þá fylgdi dabbi vel eftir. Binni varði vítaspyrnu á 5 mín og var það ótrúlega mikilvægt - ef ég þekki okkur rétt þá hefði einhver kraftur farið úr okkur ef við hefðum fengið mark á okkur svo snemma. En þeir náðu að skora alveg í lokin á fyrri hálfleik. Dæmt á okkur vítaspyrna - svo sem alveg 50/50. en þeir skoruðu úr henni og staðan 0-1 í hálfleik.

Við fengum fá færi í fyrri hálfleik og vorum alltaf að djöflast einungis 2 frammi á móti 4 varnarmönnum. Eins misstum við boltann allt of mikið miðsvæðiðs. Það leit hreinlega út á köflum eins og við værum að reyna að gera það. verðum að gera betur við að koma boltanum út á kantana þegar svoleiðis liggur við. og bara vera skynsamari - skýla boltanum þegar við þurfum - ekki ana með boltann fram og svo engin til að gefa á.

En seinni hálfleikurinn var betri. Sérstaklega frá 5 mín til 25 mín. Við komumst meir inn í leikinn og sóttum aðeins meira á þá. Það voru allir að taka vel á því. Dabbi, ásamt fleirum, stoppaði fullt af sóknum hjá þeim - Binni lokaði markinu algjörlega og átti ekki í neinum erfiðleikum með há og föst skot hjá þeim.

En síðustu mínúturnar sóttu þeir mikið á okkur - við brutum klaufalega á okkur nokkrum sinnum þótt þeir hafi ekki nýtt það. þegar 3 mín voru eftir fékk einn "vestfirðingur" boltann á auðum sjó og náði skoti sem rétt endaði í markinu. aftur settu þeir hann í lok hálfleiks. frekar fúll að ná ekki að halda út. þetta þurfum við að bæta - að halda einbeitingu þanngað til dómarinn flautar. en svona getur alltaf gerst. svekkjandi en við mössum þetta bara og förum að einbeita okkur af seinni um ferðinni. því það er alveg á hreinu að við getum gert miklu betur á móti öllum þreumur liðunum sem við höfum tapað fyrir.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home