Thursday, June 30, 2005

Leikir v KR!

sælir.

flottir leikir í gær. spiluðum hörkuleiki við félaga okkar úr vesturbænum á
þokkalega góðum tbr velli. Mikið var talað um þessa leiki í fjölmiðlum og mikill
usli var í kringum baráttu Egils Björnssonar og Lúkas Kostic. það vantaði nokkra
enn í A liðið - en mjög vel mætt í B liðs leikinn. Endaði þetta með því að við fengum
4 stig af 6 mögulegum, sem við sættum okkur alveg við. sigur og jafntefli. ótrúlegt hvað
maður er í góðu skapi þegar það gengur svona vel. höldum svona áfram takk!
allt um leikina hér:

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Miðvikudagurinn 29.júní kl.17:00-18:45
Þróttur 3 - 1 KR
Liðið (4-4-2): Egill - Ingimar - Oddur - Valli - Einar Þór - Tommi - Jökull - Dabbi - Stymmi - Ævar - Danni Ben + Matti - Ævar Hrafn - Aron Heiðar.
Mörk: Danni Ben - Dabbi - Ævar Hrafn.
"barcelona"
Maður leiksins: Aron Heiðar
Almennt um leikinn:

Byrjuðum ágætlega en vorum ekki að láta boltann rúlla alveg nógu vel á milli. Smá stress í mönnum. En það fór og undir miðjan fyrri hálfleik vorum við komnir með undirtökinn og fengum nokkur góð færi. Vantaði aðeins að menn bökkuðu betur og kæmu betur í aðstoð fyrir félagann. Það skánaði líka þegar leið á og oft komu miðjumenn tilbaka að sækja boltann og svo út á kant. alger snilld.

Við spiluðum á köflum mjög flottan fótbolta og komumst upp hægri kantinn margoft, en náðum aldrei að gera neitt úr því, oftar en ekki var það léleg fyrirgjöf sem klikkaði (æfum það). Eftir nokkrar fínar sóknir skilaði erfiðið sér og Danni náði að klára færi sem hann fékk eftir fínt spil okkar manna. Í hálfleik töluðum við aðallega um það að bæta ”seinustu” sendinguna, bilið milli varnar og miðju (sem var mun betra í seinni hálfleik!!) og það að sanna okkur fyrir Ingva!

Þegar seinni hálfleikurinn byrjaði held ég að við höfum verið aðeins og ákafir að klára leikinn fljótt og örugglega, og sóttum á aðeins of mörgum mönnum. Uppúr því kæruleysi kom eina mark KR, en það kom eftir skyndisókn og var erfitt fyrir þá fáu sem voru í vörn að stoppa. Eftir þetta mark var mikið öskrað og við fórum að spila skynsamlega og létum boltann rúlla vel. Uppúr því fengum við nokkur hálf-færi og nokkur dauðafæri sem við höfðum átt að klára betur. En það hlaut að koma að því að við myndum skora og þegar fimm mínútur voru eftir að leiknum fengum við horn (eitt af mörgum) sem endaði með því að Dabbi náði að pota boltanum inn eftir mikla baráttu fyrir framan mark KR. Þegar þetta mark kom, bjóst ég við því að við myndum detta aftar og gefa KR-ingum meira pláss. En það gerðist ekki, heldur héldum við áfram að pressa þá hátt og spila boltanum flott. Og áður en dómararnir náðu að flauta leikinn af náði Ævar að skora eftir hreint út sagt glæsilega sókn.

Þegar maður lítur yfir leikinn, þá er rosalega erfitt að finna einhverja hluti sem voru lélegir hjá okkur, en eins og áður sagði, þá var í fyrri hálfleik of mikið bil milli varnar og miðju, en Aron náði að leysa það mjög vel í seinni hálfleik og var hann mjög duglegur, sem og allt liðið!!! (og þegar ég segi það meina ég það!!!) .eb

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Miðvikudagurinn 29.júní kl.18:30-19:45
Þróttur 2 - 2 KR
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Gylfi - Aron Ellert - Bjarmi - Símon - José - Viggó - Ási - Hemmi - Ævar Hrafn - Auðun + Bjarki B - Bjarki Þ - Arnar Már - Arnar Páll - Gulli - Róbert - Kobbi.

Mörk: Ævar Hrafn - Hemmi.
"barcelona"
Maður leiksins: Viggó
Almennt um leikinn:


Egill skuldar kannski smá hér um fyrstu 20 mín!

En við enduðum fyrri hálfleikinn mjög vel. Fengum fullt af færum en gleymdum okkur einu sinni og þeir refsuðu okkur með marki. þvert á gang leiksins. En komum aftur sterkir og skorðum klassa mark. og óheppnir að bæta ekki við einu fyrir hlé.

Byrjuðum svo seinni hálfleik með krafti og lágum á þeim nánast allann hálfleikinn. Vorum kannski of æstir og hefðum getað nýtt færin miklu betur. Vantaði í þessum leik líka að menn dragi sig út að línu og opni þannig fyrir sig og hina. Ekki nógu gott að druslast alltaf upp miðjuna þar sem að andstæðingarnar eru flestir. enda gekk best að koma boltanum út á kant og svo fyrir.

völlurinn var frekar blautur og skaust boltinn aðeins. lendum þrisvar sinnum í að þeir fengu boltann einir í gegn en snæbjörn sjá við þeim. alveg í lokinn brutum við klaufalega á okkur og dæmt var víti. en til allrar hamingju var skotið framhjá og við náðum einu stigi. hefði verið rosa ljúft að klára fleiri færi og fá öll stigin en það tókst ekki í dag.

Eins og sagði var vel mætt á leikinn - menn tóku vel á því í þann tíma sem þeir voru inná. það getur oft truflað að skipta of mörgum inn á í einu - en menn komust strax í takt við leikinn og er ég ótrúlega ánægður hvað við erum með breiðan og sterkan hóp. Virkilega ánægður með ykkur í dag. Svo er það Fjölnir í næstu viku.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home