Friday, June 03, 2005

Leikur v Grundarfjörð!

Jó.

Það var "road trip" í gær! A2 að þessu sinni hélt af stað á Grundarfjörð þar sem það
átti sinn fyrsta leik. Klassa hópur fór í ferðina og var gekk allt vel fyrir
utan lokatölur! Farið var í sund og á pizzubúllu bæjarins. Bara 2 tímar í
rútu og Hákon tók karókíkeppnina að þessu sinni með stæl! Róbert lenti svo í neðsta
sæti í brandara og sögukeppninni! En hérna er allt um leikinn:

- - - - -

Íslandsmótið
Grundarfjarðarvöllur - fimmtudagurinn 2.júní kl.19:00-20:15
Grundarfjörður 4 - 0 Þróttur
Liðið (3 - 5 - 2): Egill - Baldur - Maggi - Hákon - Pétur - Ingó - Róbert - Ævar - Þorsteinn - Óli Ó - Auðun + Óli M - Ívar - Haukur - Þröstur - Atli - Óttar.
Maður leiksins: Egill Þ
Almennt um leikinn:


Allar aðstæður voru eins og best væri á kosið á fimmtudaginn. Veðrið var geggjað og völlurinn súper. En það dugði okkur ekki alveg. Andstæðingarnar voru allan leikinn grimmari en við og sóttu á okkur nánast allann leikinn. Við náðum sjaldan að taka boltann niður og spila á næsta mann. Það er lítið um stutt spil í öllum okkar liðum. En nokkrum sinnum tókst okkur að setja á þá en án árangurs. Þeir skoruðu tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum og var sami maður að verki í öll skiptin. Hann var þeirra langbesti maður. En auk hans voru 3 "turnar" seigir. Við breyttum til og hófum leik með leikkerfið 3-5-2 (sem er sama leikkerfi og Ásgeir notar yfirleitt í mfl). Við vorum óöryggir og lentum í vandræðum þannig að við breyttum aftur yfir í 4-4-2 og komust við þá aðeins betur inn í leikinn. Í seinni fenguð við líka 2-3 góð færi en náðum ekki að nýta þau. Við þurfum bara í næstu viku að skipuleggja okkur betur. Þetta var bara fyrsti leikur - eigum svo Grindavík í næstu viku. En ég þori að veðja að menn hafi ekki verið með hugarfarið alveg í lagi. Það gerist oft þegar menn fara að keppa út á landi að þeir haldi að þeir taki leikinn með vinstri! og að nafnið Grundarfjörður hafi örugglega gert menn eitthvað sigurvissa. En lærum af því - og byrjum að einbeita okkur fyrir næsta leik.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home