Leikur v Víði/Reyni!
Heyja.
Það var annað road trip og nú var haldið í Garðinn. Leikur nr.3
hjá A2 - liðið búið að tapa einum og vinna einn - og þessi leikur fór
þannig:
- - - - -
Íslandsmótið
Garðsvöllur - Miðvikudagurinn 15.júní kl.17:00-18:15
Þróttur 2 - 11 Víðir/Reynir.
Liðið (4-4-2): Binni - Haukur - Maggi - Þorsteinn - Ívar - Óttar - Víggó - Pétur - Baldur - Óli M - Ævar + Þröstur - Atli - Ævar Hrafn - Bjarmi - Símon - Bjarki B.
Mörk: Ævar 2
"barcelona"
Maður leiksins: Ævar
Almennt um leikinn:
Komum í Garðinn kannski of fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á móti Grindavík, menn ekki með fulla einbeitingu. Munum það bara næst að maður þarf að einbeita sér allan daginn á leikdegi...það er ekki nóg að segjast bara ætla að einbeita sér þegar dómarinn flautar leikinn á. Það verður að segjast alveg eins og er að þeir voru með mjög gott lið...en það er samt enginn afsökun fyrir svona stóru tapi. Þegar ég fæ boltann þá verð ég að vera búinn að ákveða mig hvað ég ætla að gera við boltann...ef ég er ekki öruggur með boltann þá tapa ég honum...það er ekkert flóknara en það. Einu ljósu punktarnir úr þessum leik er frammistaða Viggós og Ævars frammi og svo nottla að við fengum ekki alger klaufamörk á okkur...ótrúlegt en satt í 2-11 tapi. Við verðum bara að mæta í næsta leik með virðingu fyrir andstæðingnum þótt að hann heitir Fjarðabyggð eða Reynir árskógaströnd....og síðast en ekki síst einbeitingu. Annars reynum við bara að gleyma þessum leik og mætum í næsta leik af krafti
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home