Tuesday, June 21, 2005

Leikur v Val!

Sælir.

Já leikurinn við Val sem átti að vera á laugardaginn var settur
snögglega á í gær. úrslitin ekki góð fyrir okkur - getum gert svo
miklu miklu betur. en lesið punktana og reynum að læra af mistökunum.

- - - - -

Íslandsmótið
Valsvöllur - Mánudagurinn 20.júní kl.17:30-18:45
Þróttur 2 - 14 Valur
Liðið (4-4-2): Raggi - Arnar - Kobbi - Viktor - Flóki - Halli - Hemmi - Ari - Davíð H - Tumi - Siggi Einar + Gunnar Ægir - Davíð B - Óskar - Pétur Dan - Palli - Hreiðar
Mörk: Hemmi-Tumi
Maður leiksins: Hemmi
Almennt um leikinn: OK...í fyrsta lagi er ég orðinn ansi pirraður á því að menn mæta ekki á réttum tíma...flestir mættu nú samt á réttum tíma í leikinn en það hreinlega gengur ekki að mæta 10 mín fyrir leik og bara ætla að hoppa í byrjunarliðið...ef að það er sagt að mæting sé kl. 19:00 þá eiga menn náttla að vera mættur 18:50...ekki leggja af stað þá heldur vera MÆTTIR þá...auðvitað getur alltaf eitthvað komið uppá og ef að það gerist þá er alltaf hægt að láta vita og þá er náttla allt í góðu. En varðandi leikinn...við byrjuðum vel og gátum vel skorað tvö mörk...en af einhverjum ástæðum hættum við skyndilega að reyna að gera eitthvað og þeir sóttu grimmt á okkur...og það er sama sagan og venjulega...andstæðingurinn skorar mark og við gjörsamlega hættum. Við fáum 6 mörk í grímuna og vorum alls ekki að standa okkur. Í seinni hálfleik var samt aðeins betra að sjá til ykkar...við vorum að sækja en náum ekki að skora nema tvö mörk (sem er sossum fínt en við áttum að skora fleiri) og en málið er að þeir náðu að skora fullt af mörkum eftir skyndisóknir...og það er alveg á hreinu að ef miðjumenn og sóknarmenn skila ekki neinni heimavinnu þá fáum við mörk á okkur. Okkur á ekki að vera sama ef að sóknarmenn þeirra eru hugsanlega að ná skyndisókn...þá sprettar mar til baka og reynir að ná gæjanum með boltann...ef að þið náið ekki boltanum þá takið þið bara menn....en gera það samt snyrtilega.
Enn ég er farinn til Danmerkur strákar...sé ykkur í júlí.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home