Friday, June 03, 2005

Leikir v Blika!

Heyja.

Þá er Íslandsmótið hafið. Við byrjuðum (eins og fyrri ár) á móti
Blikum á þeirra heimavelli. Eftir að hafa verið yfir í báðum leikjunum
enduðum við með að tapa báðum leikjum með einu marki. þokkalega súrt.
en allt um þessa leiki hér:

- - - -

Íslandsmótið
Smáravöllur miðvikudagurinn 1.júní kl.17:00-18:15
Breiðablik 3 - 2 Þróttur
Liðið (4-4-2): Snæbjörn-Ingimar-Valtýr-Siggi I-Jökull-Einar-Aron-Vilhjálmur-Styrmir-Davíð-Daníel + Mattías
Mörk: Styrmir - Einar.
Maður leiksins: Danni Ben.
Almennt um leikinn:

Jemm jemm, fyrsti leikur sumarsins hjá okkur...og óhætt er að segja að við byrjuðum leikinn ágætlega. Reyndar var leikurinn talsvert jafn allann tímann. Blikar mættu sterkir til leiks og tilbúnir í orrustu, allt í góðu með það. Það var sossum lítið um góð marktækifæri en við fengum aukaspyrna á hættulegum stað og nýttum við hana vel og skoruðum okkar fyrsta mark. Varðandi aukaspyrnur og horn, þá virðist það vera einn af okkar mestu styrkleikum og við einfaldlega verðum að nýta okkur það, föst leikatriði geta fleytt liðum langt (sbr. Bolton í ensku). Eftir markið bökkuðum við helst til of mikið en náðum að standast áhlaupið. Eftir að hafa unnið okkur aftur inní leikinn þá náum við að skora annað mark, mjög gott mark eftir fína sókn, gott ef að það var ekki eftir fyrirgjöf sem að Styrmir klárar mjög vel. Eftir þetta mark bökkum við aftur og eftir algjör klaufamistök í vörninni minnka þeir muninn, 2-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik voru þeir einfaldlega betri aðillinn - enn eitt verður að minnast á og það er að Blikar fengu afar fá góð færi, sem er náttla jákvætt. Jöfnunarmarkið þeirra var eftir algjör klaufamistök hjá okkur í vörninni, sem er ekki nógu gott. Þegar örstutt var svo eftir af leiknum skora þeir sigurmarkið, en mér sýndist boltinn fara af einhverjum gæja og inn. Niðurstaðan 3-2 tap, alls ekki nógu gott eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Það sem þarf að bæta: Við verðum að fara að þora að spila boltanum með jörðinni í fætur á næsta manni og byggja þannig upp spilið, ekki vera með endalausar kýlingar upp völlinn sem enda bara hjá stólpunum í vörninni hjá andstæðingunum. Til að stutt spil gangi upp þarf að vera mikil hreyfing án bolta, talandi, og menn verða að vilja fá boltann. Venjið þið ykkur á að tala meira á æfingum, segja næsta manni til, peppa hann upp - það breytir þvílíkt miklu. Munum að við erum að spila fótbolta, við erum ekki í jarðarför. Svo eiga allir að venja sig á það að hlaupa slatta á æfingum, þá verðið þið ósjálfrátt duglegri í leikjum.

- - - - -

Íslandsmótið
Smáravöllur miðvikudagurinn 1.júní kl.18:30-19:45
Breiðablik 4 - 3 Þróttur
Liðið (4-4-2): Binni - Jakob - Aron - Bjarmi - Símon - Bjarki B - José - Hemmi - Bjarki Steinn - Ævar - Ási + Anton - Bjarki Þór.
Mörk: Ævar Hrafn 2 - José.
Maður leiksins: José.
Almennt um leikinn:

Þetta var mjög kaflaskiptur leikur hjá okkur. Við komust yfir þrisvar sinnum í leiknum en alltaf náðu Blikar að jafna og að lokum komast yfir. Við skoruðum klassa mörk eftir rosalega fínar sóknir. Og á köflum létum við boltann rúlla ágætlega. En eins og svo oft áður þá horfum við alltaf bara beint eftir vellinum og erum með kýlingar fram (sem eru náttúrulega bestar EF maðurinn fær boltann beint með sér í gott færi) - En yfirleitt voru þessar spyrnur of lausar og enduðu hjá miðvörðum Blika. Við þurfum feitt að bæta okkur í stutta spilinu - vera búinn að sjá næsta mann og senda í einni snertingu á hann. Of oft leggjum við af stað með boltann án þess að vita hvað við ætlum að gera við hann. Þurfum að lesa leikinn aðeins betur. En menn börðumst eins og ljón og því meir svekkjandi að tapa leiknum svona. Mörkin þeirra voru ekkert spes: Einu sinni vorum við of flatir og stakk einn Bliki okkur hreinlega af - í einu marki leyfðum við þeim hreinlega að labba í gegnum okkur - og í einu marki var misskilningur milli markmanns og varnarmanns þar sem við hefðum alltaf átt að gera betur. En við bara lærum af þessu. Spurning hvort við þurfum að bæta leikjaformið aðeins eða hvort þetta sé hugarfarið! Spáum í því. En samt massa skemmtilegur leikur. margt gott að gerast og margir menn að standa sig vel.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home