Saturday, June 11, 2005

Leikir v Grindavík og Víking!

Heyja.

Seinni tveir leikir vikunnar voru í gær, föstudag. Grindavík kom í heimsókn
í fyrri leikinn og svo voru það Víkingar. Lesið um leikina hér:

- - - - -

Íslandsmótið
Þróttarvöllur - föstudagurinn 10.júní kl.17:00-18:15
Þróttur 3 - 2 Grindavík
Liðið (4-5-1): Binni - Óttar - Þorsteinn - Maggi - Ívar - Atli - Pétur - Viggó - Baldur - Óli Ó - Ævar - Ágúst P - Róbert - Ólafur M - Haukur - Þröstur Ingi.
Mörk: Óli Ó - Ævar og Róbert
"barcelona"
Menn leiksins: Maggi og Baldur
Almennt um leikinn:

Þvílíkt jafn leikur framan af þrátt fyrir að hvorugt liðið væri að skapa sér færi. En þegar leið á leikinn fórum við að sækja í okkur veðrið og áttum fullt af góðum færum sem við áttum að nýta okkur. Í þessum leik var ein besta varnarframmistaða hjá okkar liði það sem af er sísoninu. Þá er ég ekki að tala um öftustu fjóra...heldur voru allir á fullu að vinna boltann, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn...það var alger snilld að sjá ykkur hlaupandi rassgatið af ykkur og vinnandi boltann af þeim gulu. Þegar voru svo komnar 34mín og 58 sek á klukkuna fá þeir víti og skora...1-0 fyrir þeim á hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við svo miklu betri í fyrstu 25 mín. Skoruðum snemma flott mark sem kom eftir fyrirgjöf...sem er annar mjög jákvæður punktur. Óli Ó þar á ferð. Svo skora þeir mark sem ég sá ekki þar sem ég var að hlúa að Viggó...en markið hlýtur að hafa gerst mjög hratt...þar sem ég var nánast allan tímann með augun á vellinum. Við markinu bregðumst við hárrétt við...við höldum áfram að sækja á fullu og uppskerum geggjað mark þar sem Ævar skorar með þrumufleyg. Eftir þetta bökkum við full mikið og stefndi allt í jafntefli. Svo kom afar dramatískur endir. Við náum loksins góðri sókn á þessum síðustu 10 mín og Robbi skorar. Ég get svo svarið það að eftir að ég sá boltann í netinu leit ég á klukkuna og ég sá 34:59....35:00. Alger snilld. Áttum fyllilega skilið að vinna þennan leik. Með svona frammistöðu getum við unnið hvaða lið sem er...við verðum bara að vera með fulla einbeitingu í 70 mín en ekki 65 mín...þá er þetta komið...sáttur með ykkur.

- - - - -

Íslandsmótið
Þróttarvöllur - föstudagurinn 10.júní kl.18:30-19:45
Þróttur 0 - 3 Víkingur
Liðið (4-5-1): Anton - Viktor - Hreiðar - Arnar Már - Tumi - Gulli - Atli F - Dabbi B - Freyr - Pétur Dan - Halli + Siggi Einars - Gunnar Björn - Óskar - Arnar Bragi - Ágúst Ben - Davíð H - Raggi.
"barcelona"
Maður leiksins: Anton
Almennt um leikinn:


OK...þrátt fyrir tap var þetta ágætisleikur. Það verður bara að segjast að þeir voru betri aðilinn í leiknum en samt sem áður stóðum við okkur vel í því að verjast...Anton átti stórleik í fyrri hálfleik og svo kom Raggi sterkur inní seinni hálfleik. Það sem var jákvæðast við þennan leik var það að við vorum virkilega að berjast og í rauninni náðum að berja okkur soldið inní leikinn því í lokin áttum við virkilega efnilegar sóknir. Mörkin sem þeir skoruðu var ekkert hægt að gera í og það gleður mig að segja að þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum ekki á okkur alger klaufamörk...sem þýðir að þið eruð farnir að einbeita ykkur betur. Núna þurfum að fara taka með okkur baráttuna fyrir framan markið okkar í hvern einasta leik og bæta bara aðeins við baráttuna við að komast upp að markinu þeirra. Til þess að skora mörk verðu við að hafa boltann...sem þýðir aðeins eitt...við verðum að halda bolta innan liðsins. Hvernig gerum við það...jú...við spilum á næsta Þróttara...við þrusum ekki bara boltanum fram, þá er líklegra að við missum boltann og fáum þar með sókn frá hinum í grímuna. Til þess að spil innan liðsins gangi upp þarf að vera mikil hreyfing án bolta. En þetta var alveg ágætt hjá ykkur strákar og sýnir bara að við getum alveg farið að vinna leiki aftur. Við þurfum bara að mæta svona rétt stemmdir aftur í næsta leik og hlusta á þjálfarana í háfleik og fyrir leik.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home