Þróttur - Breiðablik!
Já það keppti eitt lið við Breiðablik í gær, laugardag.
Um næstu helgi (sun) keppa svo hin 3 liðið okkar við
þá - á okkar heimavelli.
En svona var leikurinn í gær:
Þróttur 0 - Breiðablik 5.
Liðið: Anton í markinu. Bjarmi og Ingimar bakverðir. Valli og Aron miðverðir. Tommi og Siggi á miðjunni. Stymmi og Ævar á köntunum. Og Daníel og Óli frammi.
Stóð sig skást: Valtýr.
Almennt: Já af þeim 17 sem áttu að mæta í gær, voru 5 sem komust ekki. Þetta gerist. Þrátt fyrir það áttum við góða spretti og áttum alveg að getað gert betur. Það er sama og vanalega. Við fáum á okkur of mörg ódýr mörk - við missum boltann of oft frá okkur á miðjunni - og við erum ekki nógu duglegir að senda boltann í auðu svæðin og sækja svo 6 á þá. Það gengur ekki að fá á sig 2-3 mörk í fyrri hálfleik. Þetta þurfum við að bæta. En hérna eru nokkur atriði sem við punktuðum hjá okkur:
+ Yngra árs strákarnir stóðu sig vel og komu vel inn í leikinn.
+ Spiluðum boltanum vel út frá markmanni.
+ Unnum flesta skallabolta á okkar vallarhelmingi.
- Vantaði ótrúlega oft að bjóða sig fyrir næsta mann.
- Alltaf þegar við tókum útspörk eða aukaspyrnur út á velli fór boltinn beint til þeirra.
- Við bjuggum okkur til of fá færi því við annað hvort misstum boltann klaufalega strax, eða völdum allt of erfiða sendingu sem þeir náðu að komast inn í.
- Þurfum að vera miklu svalari á boltanum!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home