Fjáröflun!
Frá foreldraráðinu:
Þá er kominn tími til að hrista sölumanninn í okkur fram úr ermunum. Eins og um var rætt á seinasta fundi, stendur til að selja rækjur og ýsu að þessu sinni.
Rækjurnar eru úrvals útflutningsrækjur frá Merlo.
2 kg pakning selst á kr 2000,- og fær sölumaðurinn 900,- í sinn hlut.
Ýsan er roðlaus og beinlaus, lausfryst í flökum. 100% núting á flökunum. 1 kg pakning selst á kr 1000,- og fær sölumaðurinn 540,- í sinn hlut.
Dæmi um Pöntunarblað er hér fyrir neðan, þar sem hver útfyllir það sem hann áætlar að selja. Skiladagur fyrir pöntun er 4. mars og verður varan afhent í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 10. mars milli kl 18:00 og 19:00. Sendið pantanir í tölvupósti til Áslaugar Ívarsdóttur.
ATHUGIÐ að varan kemur að sjálfsögðu FROSIN og best að koma henni strax til kaupenda eða í frysti.
Góða sölu, alltaf gott að bæta í sjóðinn fyrir Rey-cup eða Skotland.
Kveðja flokksráð 4. fl kk.
- - - -
Pöntunarlisti Fjáröflun 4. flokkur karla 2005
Nafn kaupanda:
Rækjur fjöldi:
Verð pk (2.000).
Rækjur alls:
Ýsa fjöldi:
Verð pk (1.000).
Ýsa alls:
samtals :
- - - - -
3 Comments:
Góð hugmynd!
þetta var fín æfing í dag en okkar lið tapaði í spilinu =(
sáttur við commentin. held að þitt lið hafi tapað atli út af daníel var ekki með fótboltahúfuna sína!! aju
Post a Comment
<< Home