Saturday, April 28, 2007

Leikir v Leikni - laug!

Yess.

Skelltum okkur upp í Breiðholt aftur og nú var komið að Leikni. Snilldar byrjun í fyrsta leiknum færði okkur flott 3 stig - vindurinn í seinni hálfleik í seinni leiknum gerði ekki gott mót fyrir okkur og niðurstaðan tap þar. En allt um leikina hér:

- - - - -

Þróttur 4 - Leiknir 0.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 28.apríl 2007.
Tími: kl.12.30 - 13.40.
Völlur: Leiknis-gervigras.

Staðan í hálfleik: 3 - 0.

Maður leiksins:
Jón Kristinn (ekki einn "feill" aftast).

Mörk:

3 mín - Anton Sverrir með mark beint úr horni.
5 mín - Stefán Tómas klárar með flottum skalla.
7 mín - Arnþór Ari með annað mark beint úr horni.
51 mín - Dagur með flotta "klárun".

Vallaraðstæður: Frekar mikill vindur sem hafði afar mikið að segja - annars var völlurinn fínn.
Dómari:
Ungur strákur sem sem var sóló - stóð sig mjög vel.
Áhorfendur: Mér sýndist sjá fullt af fólki hinum megin við völlinn!

Liðið:

Krissi í markinu - Daði og Ólafur F bakverðir - Nonni og Tolli miðverðir - Stebbi og Viddi á köntunum - Arnþór og Diddi á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Valli, Jóel, Tryggvi, Dagur og Kommi.

Pælingar fyrir leik:

Krissi: Stjórna vcl - Kalla - Útspörkin strax.
Daði: Áfram öruggur - Koma með í sóknina.
Óli: Sama og hjá Daða - duglegur að koma með upp kantinn.
Nonni: Passa allar sendingar aftast - Loka á hávaxna senterinn þeirra - Stjórna með Tolla.
Tolli: Laga aðeins móttöku boltans - Passa að missa hann ekki of langt frá sér - Koma með langa bolta á Árna.
Stebbi: Tímasetja hlaupin sín - sjá línunna - Koma svo snöggt með inn í.
Viddi: Duglegur að losa sig - halda vídd - fá boltann fastann innfyrir + fyrirgjafir.
Arnþór: Duglegur að koma og fá boltann - Vinna vel með Didda um hvor tekur Birki (miðjumann Leiknis).
Diddi: Passa að skýla boltanum vel - Duglegur að skipta boltanum um kant -
Vinna vel með Arnþóri um hvor tekur Birki (miðjumann Leiknis).
Árni Freyr: Fá boltann, skýla og finna svo miðjumennina í lappir - Taka þríhyrninga - fá boltann aftur.
Anton Sverrir: Koma og fá boltann inn á miðjuna - Passa að halda boltanum ekki of lengi - Vinna hratt.

Kommi: Nýta hraðann vel - Vera duglegur að fara á mennina.
Tryggvi: Stjórna hraðanum - Passa að missa hann ekki of langt frá sér.

Jóel: Koma inn á, á góðu tempói og halda því -
Valli: Passa þversendingar - koma með í sóknina - áfram "solid".
Dagur: Vera ákveðinn og tala meira - Duglegur að fara á mennina.

Frammistaða:

Krissi: Reyndi ekki mikið á hann nema kannski í lokin - en annars allt perfectó.
Daði: Mjög góður leikur - algjörlega mastarera essa stöðu - kom ágætlega vel með fram en má gera meira af því.
Óli: Líka fínn leikur - öflugur, talaði vel og kláraði sína menn.
Nonni: Massa solid í miðverðinum - fer í alla boltan - þarf bara að passa að fara ekki of langt úr stöðunni.
Tolli: Öflugur með nonna - vann öll návígi - hefði alveg mátt koma upp með boltann oftar - eða "blasta" honum upp í horn (erfitt í dag reyndar út af vindinum).
Stebbi: Flottur leikur og annar leikurinn í röð sem hann setur hann - bæði mörkin nákvæmlega eins og við töluðum um - koma með á fullu inn í - líka flottur í bakverðinum.
Viddi: Fínn leikur - hélt þeirra sterkasta manni alveg niðri, ásamt óla.
Arnþór: "Solid" á miðjunni - vann vel fram á við sem og tilbaka. Var mikið í boltanum.
Diddi: Vann vel - stjórna og kallaði eins og á að gera - keyrði sig vel út.
Árni Freyr: Fín vinnsla - alltaf á hreyfingu - vantar kannski smá að vinna betur með Antoni S.
Anton Sverrir: Nokkuð góður leikur á móti gömlu félögunum - hættuleg horn - lala aukaspyrna í seinni - förum í það á æfingu.

Kommi: Þvílíkt sprækur - komst nánast alla leið að markinu nokkrum sinnum en óheppinn að fá ekki mark úr því.
Tryggvi: Líka afar öflugur - gaf leiknismönnum engan grið og vann eins og ljón.

Jóel: Fín innkoma - mikið í boltanum og dreifði honum nokkuð vel.
Valli: Gerði allt rétt þanngað til leiðinda bakmeiðslin létu sjá sig.
Dagur: Klassa innkoma - Nokkuð mikið í boltanum á kantinum - hefði mátt vera aðeins lengra út við línu stundum og kalla - en annars flottur, og flott mark.

Almennt um leikinn:

+
Byrjuðum af krafti - nýttum okkur vindinn og komumst í 3-0.
+
Lokuðum algjörlega á þá í vörninni.
+
Héldum þeirra sterkustu mönnum algjörlega niðri.
+
Loksins fullur hópur - sterkur og allir skiluðu sínu.

-
Réðum ekki alveg nógu vel við boltann í rokinu - hefði mátt ganga betur á milli manna.
-
Vantaði að skjóta aðeins fyrr á markið nokkrum sinnum.
-
Mættum stjórna hvor öðrum aðeins betur.
-
Viljum alltaf sækja beint að markinu - fá boltann meira út á kantana (en þetta er að lagast).

Í einni setningu: Nauðsynleg 3 stig í hús - eftir fyrstu mínúturnar var engin hætta á að við myndum ekki klára þennan leik - spiluðum nokkuð vel en erfitt að láta boltann rúlla vel í rokinu. Fullur hópur í fyrsta skipti í mótinu og var það bara snilld. Sv0 bara Valur á þrið.

- - - - -

Þróttur 2 - Leiknir 6
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 28.apríl 2007.
Tími: kl.13.40 - 14.50.
Völlur: Leiknis-gervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 1 - 4, 2 - 4, 2 - 5, 2 - 6.

Maður leiksins:
Reynir (sterkur fram á við - óheppinn að setja ekki fleiri).

Mörk:

18 mín - Eiður Tjörvi með flotta afgreiðslu og jafnaði þar leikinn (í bili).
45 mín - Reynir með snilldar "finish"

Vallaraðstæður: Völlurinn náttúrulega nettur en rokið algjört "killer".
Dómari:
Báðir dómarar voru bara nokkuð góðir (dómaraskipti í hálfleik).
Áhorfendur: Mér sýndist ég sjá nokkra í bílunum sínum.

Liðið:

Orri í markinu - Geiri og Kevin Davíð bakverðir - Mikki og Matti miðverðir - Arnþór F og Gummi á köntunum - Sindri og Reynir á miðjunni - Seamus og Eiður Frammi. Varamenn: Arianit, Birgir Örn og Samúel. Vantaði: Guðbjart og Guðmar.

Frammistaða:

Orri: Gerði margt afar vel - "svípaði" eins og á að gera og vann fullt af boltum - óheppinn út af vindinum einu sinni eða tvisvar. Snappaði samt við stöngina og er það eiginlega sekt!
Geiri: Vantaði smá meiri grimmd - en flottur með boltann - flottur á miðjunni í seinni.
Matti: Flottur í návígum og barðist vel - en vantaði betri staðsetningu og stjórnun þar sem hann var að spila miðvörð.
Mikki: Fyrsti leikurinn í þónokkuð langan tíma - frekar sprækur - mikið í boltanum og er með flotta yfirsýn - en átti nokkrar sendingar á leiknismenn sem getur verið dýrkeypt þarna aftast.
Kevin Davíð: Afar öflugur á köflun - en þarf að passa upp á hvar hann er staðsettur - ekki bolta yfir sig í innköstum og svoleiðis.
Arnþór F: Oft verið betri - hefði mátt reyna að komast í fleiri skotfæri í fyrri hálfleik - vinna á fram í vinnslunni.
Gummi: Mjög "solid" bæði á kantinum og í bakverðinum.
Sindri: Ágætis leikur - flottur með boltann og í návígum - en hefði mátt binda vörnina meira saman með Mikka í seinni.
Reynir: Flottur leikur - þarf bara að æfa vel héðan í frá (handboltinn hlýtur að fara bráðum í frí :-)
Seamus: Spilaði allann leikinn og keyrði sig vel út á köflum - en var oft einn á móti mörgum og lítið gerðist.
Eiður T: Nokkuð sprækur en vantaði smá aðstoð fram á við - hefði mátt vinna betur með Seamusi - tala meira.

Arianit: Hélt boltanum ágætlega og kom honum nokkuð vel frá sér - ágætis keyrsla.
Samúel: Soldið áttavilltur á köflum - en var sterkur og barðist vel.
Birgir Örn: Snilld að hann sé byrjaður aftur að æfa - keyrði sig út á kantinum.

Almennt um leikinn:

+
Flottur fyrri hálfleikur - óheppnir að setja ekki fleiri mörk á þá.
+
Orri oft afar vel á tánum og kom boltanum vel frá.
+
Vorum fljótir að taka útspörkin og koma boltanum í leik.
+
Mörkin tvö flott hjá okkur.

-
Misstum þá of oft innfyrir vörnina okkar - staðsettum okkur vitlaust.
-
Vantar að bjóða sig - biðja um boltann og aðstoða þar með félagann.
-
Vantaði meiri vinnu hjá senterunum.
-
Áttum ekki eitt skot né eina fyrirgjöf í fyrri hálfleik í gær. Allt of mikið miðjuþóf í gangi.
-
Of mikið af klaufamistökum í seinni þegar vindurinn var upp á sitt besta!

Í einni setningu: Frekar dapurt tap eftir frekar flottann fyrri hálfleik - vorum reyndar afar óheppnir í 2-3 mörkum - en hin voru bara út af lélegri varnarvinnu og lítillar baráttu - vinnum í því og klárum bara næsta leik.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home