Saturday, April 14, 2007

Leikir v ÍR - laug!

Halló.

Þrír leikir við ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn. Hefum eiginlega átt að vinna alla þrjá leikina en létum einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap duga - lesið um það hér:

- - - - -

Þróttur 2 - ÍR 3
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 14.apríl 2007.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: ÍR-gervigras.

Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3.

Maður leiksins:
Arnar Kári (tók ferdinant á etta enn og aftur).

Mörk:

12 mín - Árni Freyr með jöfnunarmarkið.
30 mín - Stefán Tómas með flotta afgreiðslu eftir að hafa verið alveg einn á vinstri kantinum.

Vallaraðstæður: Völlurinn geggjaður - en þó nokkuð rok blés á okkur.
Dómari:
Tríó - aðaldómarinn stóð sig bara nokkuð vel.
Áhorfendur: Þó nokkuð að fólki, sem fékk kannski gula fyrir að hertaka varamannaskýlið okkar!

Liðið:

Krissi í markinu - Addi aftastur - Nonni og Daði stopperar - Arnþór og Gummi á aftari miðja - Viddi fremri miðja - Stebbi og Tolli á köntunum - Anton Sverrir og Árni freyr frammi. Varamenn: Diddi. Vantaði: Valla og Úlla.

Frammistaða:

Krissi: Nokkuð góður leikur - spurning með staðsetningu í öðru markinu!
Addi: Átti alla bolta - flottur leikur í þriggja manna vörninni ásamt nonna og daða.
Nonni: Nokkuð góður leikur - var alltaf á tánum og gaf ír-ingunum ekki tommu eftir.
Daði: Flottur leikur - en vantaði kannski smá einbeitingu síðustu mínúturnar.
Arnþór: Snilldar leikur - átti miðjuna - óheppinn að klikka á vítinu.
Gummi: Fínn leikur - Kom nokkuð vel út á miðjunni - og var líka seigur tilbaka - bara nýta kraftinn að fullu.
Viddi: Fór lítið fyrir honum - oft verið meira í boltanum - prufðum kantinn í seinni og slapp það vel.
Stebbi: Flottur leikur - var á góðu tempói allann leikinn - setti flott mark og óheppinn að setja ekki annað.
Tolli: Afar "massívur" á kantinum - greinilega í fanta formi.
Anton S: Mikið í boltanum - hefði mátt losa hann fyrr og fá hann þá aftur - en barðist vel eins og alltaf.
Árni Freyr: Allt í lagi leikur - oft verið meira í boltanum - jafnði leikinn með flottu marki.

Diddi: Snilld að hann sé orðinn klár - flottur seinni hálfleikur - mikið í boltanum - átti tvö fín skot sem hefði mátt liggja inni.

Almennt um leikinn:

+
Duglegir að skipta um kant og sækja þar sem svæðið var laust, m.a. markið hans Stebba.
+
Geðveikt spil á köflum - bjuggum til fullt af flottum sóknum og færum - vorum fljótir að finna samherja.
+
Vorum alveg í bakinu á þeim - leyfðum þeim ekkert að komast.

-
Byrjuðum illa - vorum alveg sofandi fyrstu 10 mínúturnar.
-
Misstum boltann aðeins of oft á köflum - héldum honum illa.
-
Vantað tal!
-
Mörkin þeirra - fyrsta og þriðja, þá luffsast þeir einhvern veginn innfyrir vörnina okkar og ná að klára - annað markið var léleg hreinsun og krissi út úr markinu.
- Kláruðum ekki leikinn - misstum einbeitingu - áttum að vera búnir að gera út af við leikinn um miðjan seinni hálfleikinn.


Í einni setningu: Gríðarlega svekkjandi tap, í flottum leik hjá okkur, á móti mun lakari liði - gerir vonandi ekkert annað en að kenna okkur að hætta aldrei og klára allar 70+ mínúturnar!

- - - - -

Þróttur 5 - ÍR 2.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 14.apríl 2007.
Tími: kl.11.20 - 12.30.
Völlur: ÍR-gervigras.

Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 4 - 1, 4 - 2, 5 - 2.

Maður leiksins:
Kormákur (afar ferskur á miðjunni).

Mörk:

10 mín -Daníel Örn með flotta afgreiðslu.
30 mín - Seamus kallaði þetta mark.
37 mín - Seamus með gott skot undan af velli.
52 mín - Salómon með þvílíkt flott víti eftir að brotið hefði verið á honum.
66 mín - Kommi kláraði vel eftir barning inn í teig.

Vallaraðstæður: Sama og áðan - völlurinn tipp topp og leiðinda rok.
Dómari:
Gaur sem var sóló - reyndar að taka leik nr.2 - en var nettur, fyrir utan vítið á Viktor!
Áhorfendur: 4-5 hressir létu sjá sig.

Liðið:

Sindri í markinu - Daði (5.fl) og Viktor bakverðir - Silli og Ólafur Frímann miðverðir - Kommi og Diddi á miðjunni - Jóel og Seamus á köntunum - Salli og Danni Örn frammi. Varamenn: Davíð Þór og Maggi. Vantaði: Sigurð T og Sindra Þ.

Frammistaða:

Sindri: Traustur leikur - varði oft vel - kom boltanum vel frá sér.
Daði: Fyrsti leikur á stórum velli - eins og hann hefði ekki gert annað - þvílíkt góður leikur - nánast 10 í einkunn.
Viktor: Búinn að standa sig þvílíkt vel í undanförnum leikjum - engin breyting á því í dag (og etta var rugl víti).
Silli: Flottur í miðverðinum - var með hárréttar staðsetningar og las leikinn vel.
Ólafur F: Sama hér og með Silla - unni vel saman í miðverðinum.
Kommi: Snilldar leikur - átti miðjuna og slúttaði leiknum með góðu marki.
Diddi: Flottur í þennan stutta tíma sem hann var inn á.
Jóel: Soldið chillaður á miðjunni í dag - vantar meira að rjúka af stað með power- en dreifði boltanum samt vel.
Seamus: Þvílíkt sprækur í dag - hættulegur og sett tvö góð mörk.
Danni: Sterkur og alltaf í boltanum - fékk fyrsta markið á sig skráð - en átti að setja alla veganna eitt í viðbót!
Salli: Nokkuð sprækur - fékk verðskuldað víti og skoraði afar örugglega. Annarsr bara fínn leikur.

Davíð Þ: Fín innkoma - klassa leikur.
Maggi: Einnig góður leikur - kom sprækur inn á eins og á að gera - átti alla veganna eitt klassa skot sem mátti fara inn.

Almennt um leikinn:

+
Vorum greinilega ákveðnir í að taka þennan leik - allir 11 inn á á sömu línu - svoleiðis þurfum við alltaf að byrja.
+ Vorum mjög öruggir í vörninni. Lokuðum öllu og lásum leikinn vel.

+
Áttum fleiri skot á markið en vanalega.

-
Þurfum að vera svalari á boltanum - og meira á tánum.
- Sjá lausu mennina betur - líta í allar áttir.
- Vantar að stinga boltanum betur til hliðana, ekki beint innfyrir (á þeirra miðverði).


Í einni setningu: Traustur sigur - nánast allir að spila vel - Snilld að fá Daða úr 5.fl að láni - gott að vita af honum - bara spila áfram svona og þá verðum við í fínum málum - soldið langt
í næsta leik þar sem að við frestum KR leiknum um 2 vikur. Næsti leikur v Víking!

- - - - -

Þróttur 4 - ÍR 4.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 14.apríl 2007.
Tími: kl.12.40 - 13.50.
Völlur: ÍR-gervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Gangur leiksins:
1-0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 1 - 4, 2 - 4, 3 - 4, 4 - 4.

Maður leiksins: Eiður Tjörvi (þvílíkt hættulegur og snilldar þrenna niðurstaðan).

Mörk:

8 mín - Anton Helgi kláraði vel eftir snillldar sókn og skot Arnþórs.
41 mín - Eiður Tjörvi með snilldar afgreiðslu eftir geggjaða sendingu frá Arnþóri.
61 mín - Eiður Tjörvi aftur með skot framhjá markmanninum.
63 mín - Eiður Tjörvi innsiglaði þrennuna (og powerade út vikuna).


Vallaraðstæður: Rokið aðeins minna og völlurinn en klikkaður.
Dómari:
Gaur, á sínum þriðja leik - bara flottur leikur hjá honum.
Áhorfendur: Nokkir létu sjá sig á hliðarlínuna.

Liðið:

Orri í markinu - Geiri og Gummi S bakverðir - Guðmar og Matti miðverðir - Arnþór F og Bjarki (5.fl) á köntunum - Maggi og Hilmar á miðjunni - Anton Helgi og Davíð Þór frammi. Varamenn: Hákon, Eiður Tjörvi og Stefán Karl. Vantaði: Reyni, Samúel, Arnór Daða, Lárus, Styrmi, Harald Örn, Egil og Arianit.

Frammistaða:

(við sleppum 18 mín kafla í fyrri hálfleik í umsögnunum hérna fyrir neðan!)

Orri: Óheppinn í alla veganna tveimur mörkum - en annars seigur - og afar sterkur úti í seinni.
Geiri: Prýðis leikur - vantaði kannski aðeins meira tal í vörninni í fyrri - en miklu sterkari framar í seinni.
Gummi: Flottur leikur - styrkist með hverjum leiknum.
Guðmar: Soldið áttavilltur í vörninni - en gríðarsterkur fram á við í seinni.
Matti: Snilldar leikur - henti sér í allar tæklingar.
Arnþór: Lagði upp hvert færið á fætur öðru og alla veganna tvö mörk. Les leikinn ótrúlega vel og sendir menn í gegn eins og að drekka vatn - ekki allir sem geta það sko.
Bjarki: Flottur fyrsti leikur á stórum velli - fór upp kantinn trekk í trekk.
Hilmar: Nokkuð "solid" leikur - gerði allt rétt og barðist vel.
Maggi: Stóð fyrir sínu í þennan stutta tíma sem hann var inn á.
Dabbi: Fékk einnig um 18 mín hér - og var hættulegur - getur sólað hvern sem er - bara óhræddur að fara á mennina.
Anton H: Afar snöggur og sterkur frammi - hefði mátt setja fleiri en eitt mark.

Eiður Tjörvi: Topp leikur - svona eiga framherjar að spila takk fyrir.
Hákon: Fín innkoma - spilaði vel - byggja á þessu takk.
Stefán Karl: Hélt hreinu - klassa leikur.

Almennt um leikinn:

+
Gríðarlega hættulegir og snöggir fram á við í seinni hálfleik.
+ Komum tilbaka eftir að hafa verið þremur mörkum undir og náðum að jafna - það er virkilega sterkt.

+
Menn börðust eins og ljón í seinni - fóru í alla bolta og seldu sig dýrt.

-
Sofnuðum algjörlega á 18 mín kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu algjörlega leikinn.
- Vorum slakir í einn á einn tilbaka. Seldum okkur of oft.
- Nýttum ekki ca.8 afar góð færi.
- Verðum að spila af sama krafti allan leikinn - gengur ekki svona jójó spilamennska!

Í einni setningu: Eiginlega skemmtilegasti leikur dagsins - settum met í fjölda færa og því svekkjandi að ná ekki að klára leikinn og fá 3 stig. En ánægður með alla sem tóku þátt - eiga virkilega hrós skilið.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home