Reykavíkurmótarmappan!
Hey.
hérna er rvk-mótar-mappann með smáu letri.
Njótið vel:
- - - - -
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Reykjavíkurmótið 2007
Leikmenn – foreldrar – forráðamenn
Nú byrjar Reykjavíkurmótið (Rvk mót KRR) á morgun, laugardag - með þremur leikjum, en við erum einmitt skráðir með 3 lið í mótinu.
Það verður u.þ.b. einn leikur á viku (sjá hér fyrir neðan) og yfirleitt spilað á laugardögum. Við munum ekki festa liðin – heldur boða sérstaklega í hvern leik fyrir sig. Árgangarnir koma til með að blandast - menn koma til með að rúlla eitthvað á milli liða og þá í tenglsum við hvernig menn standa sig í leikjum og á æfingum. Og einnig er mikilvægt að mæta áfram vel.
Hvert lið verður með fyrirliða sem sér um upphitun og fleira. Við erum með nokkra “kandídata” í huga og látum vita hverjir það eru þegar mætt er til leiks.
Mikilvægt er að hver leikmaður haldi vel utan um sína æfingatíma og leiki því í apríl og maí getur verið einhver ruglingur á æfingum og leikjum vegna fjölda leikja í þessu móti.
Eins og sagði þá fylgja leikdagar hér með – og ættu þeir alveg að haldast. Einnig fylgja með ýmsar aðrar upplýsingar sem gott er að rifja upp!
Hafið svo endilega samband ef þið hafið einhverjar athugasemdir.
Ok sör. Kær kveðja,
Ingvi 869-8228 - ingvisveins@langholtsskoli.is
Leikir í Reykavíkurmótinu 2007
Mars:
lau. 17. mar 14:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fjölnir
lau. 17. mar 15:20 B-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fjölnir
lau. 17. mar 16:35 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fjölnir
lau. 24. mar 13:00 A-lið Fylkisvöllur Fylkir Þróttur R.
lau. 24. mar 14:20 B-lið Fylkisvöllur Fylkir Þróttur R.
lau. 24. mar 15:40 C-lið Fylkisvöllur Fylkir Þróttur R.
Apríl
lau. 14. apr 10:00 A-lið ÍR-völlur ÍR Þróttur R.
lau. 14. apr 11:20 B-lið ÍR-völlur ÍR Þróttur R.
lau. 14. apr 12:40 C-lið ÍR-völlur ÍR Þróttur R.
lau. 21. apr 13:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. KR
lau. 21. apr 14:20 B-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. KR
lau. 21. apr 15:40 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. KR
lau. 28. apr 12:30 A-lið Leiknisvöllur Leiknir R. Þróttur R.
lau. 28. apr 13:50 C-lið Leiknisvöllur Leiknir R. Þróttur R.
Maí:
þri. 01. maí 13:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Valur
þri. 01. maí 14:20 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Víkingur R. 2
lau. 05. maí 11:30 A-lið Egilshöll Víkingur R. Þróttur R.
lau. 05. maí 12:50 B-lið Egilshöll Víkingur R. Þróttur R.
lau. 05. maí 14:10 C-lið Egilshöll Víkingur R. Þróttur R.
sun. 13. maí 13:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Fjölnir 2 Þróttur R.
sun. 13. maí 14:20 B-lið Gervigrasvöllur Laugardal Fjölnir 2 Þróttur R.
sun. 13. maí 15:40 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Fjölnir 2 Þróttur R.
fim. 17. maí 13:00 A-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fram
fim. 17. maí 14:20 B-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. Fram
fim. 17. maí 15:40 C-lið Gervigrasvöllur Laugardal Þróttur R. KR 2
- - - - -
Þetta er “glás” af leikjum! Gott er að láta vita í tíma ef þið komist ekki í einhvern leik - Það þarf að vera í lagi. Við æfum sem fyrr 3 sinnum á virkum dögum. Og svo bætast leikirnir við um helgar. Auk þess sem við skellum inn einhverju stuði hér og þar. Passið svo vel upp á félagann og minnið hvorn annan á æfingar, leiki ofl.
Dagskrá meistaraflokks í vor:
sun. 11. mar 17:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Þróttur R. Breiðablik 1-4
lau. 24. mar 15:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Þróttur R. Fram
lau. 31. mar 17:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Þróttur R. ÍBV
fös. 13. apr 19:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Þróttur R. ÍA
fim. 19. apr 17:00 Lengjubikar karla - A deild R2 Egilshöll Fjölnir Þróttur R.
sun. 13. maí 17:00 1. deild karla Eskifjarðarvöllur Fjarðabyggð Þróttur R.
fös. 18. maí 20:00 1. deild karla Valbjarnarvöllur Þróttur R. Stjarnan
fös. 25. maí 20:00 1. deild karla Leiknisvöllur Leiknir R. Þróttur R.
fim. 31. maí 20:00 1. deild karla Valbjarnarvöllur Þróttur R. KA
4.flokkur karla – vor ´07 Nokkur (gömul) atriði til athugunar!
· Byrjum allar æfingar á 3 stórum hringjum fyrir hverja æfingu – á gervigrasinu + teygja. Gott er að vera mættur aðeins fyrr og vera búinn með það áður en æfingin byrjar. Ekki mæta á mínútunni – verið frekar mættir aðeins fyrr inn í klefa til að rabba saman og svoleiðis. Einnig á að taka 4*20 (20 armbeygjur – 20 hopp – 20 magaæfingar og 20 bakæfingar). Þetta er það sama og við höfum reynt að hafa.
· Hjálpið okkur sérstaklega að passa upp á nýju boltana okkar. (sem við fáum í næstu viku) Munum að telja boltana áður en við byrjum og eftir æfingu förum við inn með sama fjölda og við byrjuðum með.
· Spurning um að taka með sér vatnsbrúsa á æfingar!
· Takið með ykkur dótið í tösku í leiki. Það mætir engin klár í dótinu. Stemning inn í klefa er þokkalega mikilvæg.
· Tökum okkur á varðandi hreinlæti. Sturta eftir leiki héðan í frá.
· Hugsum áfram um matarræði. Ekki taka 3-4 nammidaga í viku!
· Við þurfum að fara að taka betur á á æfingum – virkilega búnir á því þegar þær eru búnar - taka vel á í þennan stutta tíma sem æfingin tekur. Ok sör.
· Verið duglegir að gera eitthvað “auka”. T.d. kíkja út á gras í nokkrar aukaspyrnur, halda á lofi ofl.
· Það á að vera gaman á æfingum og í leikjum – það er alger skylda! Það nennir engin að hlusta á röfl og leiðindi, bögg og skammir – það hefur ekki sést og mun ekki sjást hjá okkur.
· Verið jákvæðir, sýnið áhuga, sýnið þroska, verið tillitssamir, hegðið ykkur vel og verið okkur, foreldrum ykkar og félaginu til sóma. Alltaf.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home