Friday, March 23, 2007

Leikir v Fylki - laug!

Halló.

Já, það voru þrír erfiðir leikir við Fylki í gær. Aðstæður enn og aftur frekar hörmulegar, alla veganna framan af degi. Menn stóðu sig nokkuð vel í heildina, þrátt fyrir að aðeins eitt stig kom í hús. En allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fylkir 5.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 24.mars 2007.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Fylkisgervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 0 - 2, 1 - 2, 1 - 3, 1 - 4, 1 - 5.

Maður leiksins:
Krissi (nóg að gera í dag og stóð fyrir sínu).

Mörk:

25 mín - Daníel Örn - ótrúlega vel klárað.

Vallaraðstæður: Völlurinn sjálfur flottur, enda gervigras . . . ógeðis veður samt.
Dómari:
Einn dómari sem stóð sig mjög vel.
Áhorfendur: Nokkrar hræður sem leituðu skjóls!

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og bakverðir - Valli og Kommi bakverðir - Nonni og Tolli miðverðir - Stebbi og Tryggvi á köntunum - Viddi og Arnþór á miðjunni - Danni Örn og Árni Freyr frammi. Varamenn: Úlli. Vantaði: Arnar Kára - Anton Sverrir - Guðmund Andra og Kristján Einar.

Frammistaða:

Krissi: Traustur allan leikinn, ekki hægt að skrifa mörkin á hann og í raun sá eini sem spilaði á getu allann leikinn.
Valli: Ekki nógu líflegur í fyrri hálfleik en var mjög góður í þeim seinni.
Kommi: Átti góðar rispur í bakverðinum í fyrri hálfleik en datt soldið niður í seinni
Nonni: Var ásamt Tolla soldið týndur í upphafi leiks, náði þó að taka sig saman í andlitinu og átti mjög góðan leik eftir það...fyrir utan ein mistök en við dveljum ekki lengi við það.
Tolli: Var mikið útúr stöðu í fyrri hálfleik en lagaðist þegar á leið. Mætti stjórna vörninni betur ásamt Nonna.
Stebbi: Var sprækur alveg í blábyrjun leiksins en datt svo niður og sást ekki eftir það, veðrið virtist angra hann.
Tryggvi: Var ekki alveg að nýta kantinn í byrjun og var soldið lítið í boltanum í fyrri hálfleik. Var þó með betri mönnum í seinni og vantar aldrei uppá baráttuna. Þarf aðeins að bæta leikskilning, en það kemur.
Viddi: Var frekar dauður í byrjun leiks en vann vel á þegar leið á fyrri hálfleikinn. Var ekki nógu líflegur í seinni og virtist hálf þreyttur og máttlaus.
Arnþór: Svipaður og Viddi, fyrri hálfleikurinn kaflaskiptur og seinni slappur. Getur mikið, mikið betur.
Árni: Komst aldrei í takt við leikinn í svona veðri og á móti sterkum liðum þarf oft að djöflast í gang, láta finna fyrir sér koma sér í kontakt við aftasta varnarmann og láta vita af sér. Út með kassann!
Danni: Kom óvænt inní liðið og stóð sig með stakri prýði, fékk eitt færi og það var ekki hægt að klára það betur.
Úlli: Mætti ævintýrilega seint og tók bara seinni. Fór í bakvörðinn og ekkert hægt að kvarta undan frammistöðunni í sjálfu sér, stóð alveg fyrir sínu.

Almennt um leikinn:

+ Stigum upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent 2-0 undir og minnkuðum muninn.
+ Vörnin náði að stilla sig saman eftir að hafa verið soldið útum allt í byrjun.

- Menn voru alltof mikið að vorkenna sjálfum sér yfir að þurfa spila í þessu veðri í staðinn fyrir að fara bara út með kassann og taka rigninguna í grímuna og hlaupa sig í gang.
- Seinni hálfleikurinn mjög slappur, duttum alltof langt niður og náðum aldrei að hreinsa almennilega
- Vorum ekki að vinna nóg fyrir hvern annan og boltinn gekk alltof illa


Í einni setningu: Slappur leikur í slæmu veðri.

- - - - -

Þróttur 2 - Fylkir 2.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 24.mars 2007.
Tími: kl.14.20 - 15.35.
Völlur: Fylkisgervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2.

Maður leiksins:
Sindri G (brilliant leikur).

Mörk:

28 mín - Daníel Örn - pressaði og fylgdi vel á eftir.
45 mín - Seamus - kláraði vel eftir fínt skot á markið hjá Salómon sem markmaðurinn hélt ekki.


Vallaraðstæður: Mikil rigning í fyrri hálfleik - skánaði aðeins í seinni - völlurinn slapp alveg.
Dómari:
Einn gaur sem stóð sig allt í lagi - hataði ekki að flauta í flautuna!
Áhorfendur: Þó nokkrir dressuðu sig upp og létu sjá sig.

Liðið:

Sindri í markinu - Mikki og Silli bakverðir - Daði og Úlli miðverðir - Maggi og Salli á köntunum - Sigurður T og Jóel á miðjunni - Seamus og Danni Örn frammi. Varamenn: Sindri Þ - Ólafur Frímann.

Frammistaða:

Sindri: Afar góður leikur þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður.
Mikki: Seigur - þarf bara að spila svona í öllum leikjum.
Silli: Prýðisleikur í vörninni - ekkert að setja út á.
Daði: Klassa leikur - las leikinn vel og í öllum boltum.
Úlli: Öflugur í fyrri - tapaði varla einvígi.
Maggi: Nokkuð góður leikur - jöfn og góð frammistaða eins og í síðustu leikjum.
Salli: Í heildina góður leikur - bjó til mark nr.2.
Siggi T: Kláraði allar stöður vel í dag, fínn leikur.
Jóel: Nettur á miðjunni - dróg aðeins úr tempóinu í seinni hálfleik.
Seamus: Góður leikur - gott mark - kláraðí allann leikinn á góðu tempói.
Danni: Flottur í fyrri - keyrði sig alveg út.

Óli: Flottur leikur - mikill kraftur og ógnaði vel.
Sindri Þ: Fínn leikur - flottur varnarleikur.

Almennt um leikinn:

+
Snilldar fyrri hálfleikur hjá okkur - þrátt fyrir ógeðisveður.
+ Fínar stungur - fínir fram á við.

+
Boltinn gekk nokkuð vel milli manna.
+
Klassa markvarsla - flottar markspyrnur.

-
Gáfum svolítið eftir í seinni hálfleik.
- Vantaði smá ákveðni í menn.
- Soldið langt á milli manna varnarlega - fylkismenn komust of auðveldlega í gegn.

- Vantaði að vanda aðeins betur sendingar.

Í einni setningu: Fyrsta stigið í hús - hefðum getað klárað leikinn í seinni hálfleik, hefðum reyndar líka getað fengið mark á okkur í lokin. En menn héldu áfram allar 70 mínúturnar og gerðu það vel. Miklu betri leikur en fyrir viku.

- - - - -

Þróttur 1 - Fylkir 5.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 24.mars 2007.
Tími: kl.15.40 - 16.55.
Völlur: Fylkisgervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins:
1-0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 1 - 4, 1 - 5.

Maður leiksins: Viktor (þvílík vinnsla - sérstaklega í miðverðinum í lokin).

Mörk:

8 mín - Eiður Tjörvi með flotta afgreiðslu.

Vallaraðstæður: Smá rok, en ekkert eins og fyrr um daginn - völlurinn flottur en smá kuldi.
Dómari:
Einn sprækur sem stóð sig bara mjög vel.
Áhorfendur: Einn og einn á stangli.

Liðið:

Stefán í markinu - Guðmar og Þorgeir bakverðir - Orri og Guðbjartur miðverðir - Viktor og Jonni á köntunum - Davíð Þór og Ólafur Frímann á miðjunni - Eiður Tjörvi og Samúel frammi. Varamenn: Hilmar, Matthías - Arnór Daði - Guðmundur S - Arnþór F - Kevin Davíð - Arianit. Komust ekki: Lárus Hörður - Egill F.

Frammistaða:

Stefán: Fínasti leikur - varði oft mjög vel og kom boltanum vel frá sér.
Guðmar: Óheppinn í fyrsta markinu - en annars ágætis leikur. Spurning hvort nýtist betur, vörn eða sókn!
Geiri: Nokkuð góður leikur - hefði mátt vinna miðjuna betur í seinni með félögunum.
Orri: Eins og tæklunarvél (hvað sem það nú er) allann leikinn - nýtist okkur vel
Bjartur: Flottur leikur - þarf bara núna að æfa eins og skepna og þá er hann í massa málum.
Viktor: Rólegur í byrjun en óx þegar leið á leikinn - átti svo svæðið i miðverðinum í lokinn.
Jonni: Fyrsti leikurinn í fjórða. Er greinilega með "touchið" en þarf að fá meiri leikæfingu.
Dabbi: Hefði mátt gera meira sjálfur enda klárlega einn af sterkari leikmönnum á vellinum í dag - vantar meira að garga á boltann.
Óli: Þvílíkt öflugur - átti völlinn áður en hann fór út af rétt fyrir hálfleik.
Eiður: Var duglegur að koma sér í færi og djöflast í þeirra aftasta manni. flott mark.
Samúel: Fyrsi leikurinn staðreynd - og stóð sig vel. Kröfugur og hraður. Þarf bara að fá meiri leikæfingu og æfa á fullu.

Matthías: Góður leikur - fór í allar tæklingar og yfirleitt á undan fylkismönnum í boltann.
Gummi: Fínasti leikur - grimmur í vörninni og kom boltanum vel frá sér. Koma bara meira með í sóknina og setja boltann fyrir með þessari deadly vinstri löpp.
Arianit: Duglegur að fá boltann en hélt honum ekki nógu vel - vantaði aðeins meiri yfirferð.
Hilmar: Flottur leikur áður en hann meiddist aðeins - einnig fínn í lok leiksins.
Arnþór: Fáir sem sýndu eins flotta takta en vantaði miklu meiri kraft og smá hraða.
Arnór: Duglegur og gerði allt vel.
Kevin Davíð: Nokkuð góður leikur - þarf að vera duglegur að nýta sér hraðann sinn - og vinna í fyrstu snertingu.

Almennt um leikinn:

+
Flottur kraftur í okkur í byrjun leiks - komust þó nokkuð oft inn fyrir en klaufar að klára ekki fleiri færi.
+ Aldrei vesen með útspörk.

+
Betri sendingar en oft áður - og auðveldara að finna menn í lappir.
+
18 leikmenn mættu og spreyttu sig - sem er súper.

-
Vantaði að hreinsa betur frá markinu okkar - fyrsta markið á okkur kom þannig!
- Vantaði að loka betur á skotin þeirra - og fylgja á eftir þeirra skotum - þannig kom þriðja markið.
- Héldum boltanum illa og misstum hann yfirleitt of fljótt til Fylkismanna - sérstaklega í seinni hálfleik.

- Ég boðaði aðeins of marga leikmenn þannig að menn fengu kannski ekki alveg nægan spilatíma, og ég boðaði menn aðeins of snemma upp í heimili - laga þetta næst.

Í einni setningu: Vörðumst mest allann leikinn, nema kannski fyrstu 15 mínúturnar þar sem við sóttum á þá af fullum krafti. Vorum klaufar að nýta ekki 3-4 færi til að komast meira yfir. En svo náðu þeir yfirhöndinni og þrátt fyrir fína vörn á köflum settu þeir aðeins of mörg mörk á okkur. En næsti leikur er v ÍR - verðum klárir þá.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home