Saturday, March 17, 2007

Leikir v Fjölni - laug!

Yeppa.

Reykjavíkurmótið hófst í gær með þremur leikjum við Fjölni.
Núll stig útkoman þrátt fyrir marga flotta hluti. En sá sem þetta ritar
var ansi þreyttur í lok dags - ég kenni dómarareddingum, óvissu um hvort menn myndu
mæta í leikina og þessu blessaða veðri um. En allt um leikina hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fjölnir 3.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 17.mars 2007.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3.

Maður leiksins:
Kristján Orri (brjálað að gera í dag og kláraði sitt afar vel).

Mörk:

32 mín - Anton Sverrir úr afar öruggu víti.

Vallaraðstæður: Hvar eigum við að byrja? Afar slæmar. Mikil snjókoma og slæmt skyggni. Völlurinn fylltist af snjó og varð að einum "slabb-grauti". Smá vindur og nett kalt.
Dómari:
Egill T og Kiddi - afar pró þrátt fyrir slæmar aðstæður.
Áhorfendur: Fullt af fólki upp í stúku eða inni í heimili.

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og Úlli bakverðir - Gummi og Nonni miðverðir - Stebbi og Arnþór á köntunum - Tolli og Viddi á miðjunni - Anton Sverrir og Árni Freyr frammi. Varamenn: Kommi og Jóel. Vantaði: Arnar Kára og Kristján Einar.

Frammistaða:

Krissi: Snilldar leikur - bjargaði okkur trekk í trekk.
Valli: Nokkuð seigur á stullunum - mikið í baráttunni - fínn leikur.
Úlli: Nokkuð sterkur - út allann leikinn.
Gummi: Vantar aðeins upp á leikæfinguna - en gerði samt sitt.
Nonni: Klárlega í klassa formi - á fullu allann leikinn og stanslaust í baráttunni.
Stebbi: Fínn í fyrri - en lítið með í seinni.
Arnþór: Vantaði aðeins meiri kraft - fann sig aðeins betur á miðjunni en sem christiano!
Tolli: Djöflaðist vel, pásaði smá eftir vænt högg - og hélt svo áfram að djöflast.
Viddi: Nokkuð seigur, fínir boltar og reyndi flotta hluti en eins og svo margir í seinni þá komumst við nánast ekkert fram á við.
Anton S: Flottur í fyrri og þurftu fjölnismenn alltaf að brjóta til að stoppa hann - smá pirr en slapp. Sást lítið í seinni.
Árni Freyr: Fékk litla hjálp frammi og var yfirleitt að djöflast einn á móti 4 fjölnismönnum.

Kommi: Nokkuð frískur í byrjun en fékk úr litlu að moða í seinni - sást lítið í seinni eins og svo margir.
Jóel: Slapp en oft verið öflugri - vantaði að fara af meiri krafti í tæklingar.

Almennt um leikinn:

+
Allir kláruðu leikinn án þess að væla út af kulda eða meiðslum.
+ Flottir í návígum/tæklingum í vörninni (vantaði aðeins á miðjunni).

+
Markvarslan til fyrirmyndar.

-
Stóðum alveg frosnir upp til hópa í seinni hálfleik og komumst varla yfir miðju.
- Eiginlega ekkert að gera sóknarlega í seinni hálfleik.
- Aumar sendingar sem Fjölnis menn tóku fegins hendi.

- Hættum eftir annað markið.
- Varnarleikurinn frekar "sjeikí". Gekk illa að hreinsa boltanum burtu og ýta út.


Í einni setningu: Nokkuð seigir í fyrri hálfleik en eins og sprungin blaðra í þeim seinni. Aðstæðurnar greinilega ekki að okkar skapi en hefði viljað sjá menn gera betur í seinni hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Leikurinn er 70 mín og erum einungis að klára um 50 mín þessa daganna. Vinnum í því.

- - - - -

Þróttur 1 - Fjölnir 5.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 17.mars 2007.
Tími: kl.15.20 - 16.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 0 - 2, 0 - 3, 0 - 4, 1 - 4, 1 - 5.

Maður leiksins:
Tryggvi (hraður og hættulegur allann leikinn).

Mörk:

55 mín - Daníel Örn með skot sem hafði viðkomu í varnarmanni Fjölnis.

Vallaraðstæður: Engin snjókoma og nokkuð hlýtt - en völlurinn skelfing - snjórinn að bráðna og boltinn gekk brösulega.
Dómari: Egillb og Kiddi - sá fyrrnefndi soldið stirður út af nárameiðslum!
Áhorfendur: Þónokkrir - inni og úti.

Liðið:

Sindri í markinu - Sindri og Silli bakverðir - Óli og Daði miðverðir - Maggi og Mikki á köntunum - Dagur, Salómon og Tryggvi á miðjunni - Danni Ö einn frammi. Varamenn: Kristófer og Seamus. Vantaði: Högna og Davíð Þór.

Frammistaða:

Sindri: Margt gott - gat lítið gert í mörkunum - mætti kalla og stjórna mennina fyrir framan sig.
Sindri: Nokkuð góður leikur - var mikið í boltanum og barðist.
Silli: Frekar daufur í leiknum en djöflaðist samt og gerði sitt.
Óli: Frekar öflugur en vantaði að tala betur við Daða og skipuleggja betur vörnina.
Daði: Gerði oft vel en mætti skipa leikmönnum í kringum um sig meira fyrir - vantaði svo aðeins betra skipuleg með Óla.
Maggi: Ágætisleikur, bæði á kantinum og í bakverðinum - þarf bara að vera búinn að sjá fyrir hvað gera skuli við boltann áður en hann kemur til hans.
Mikki: Vantar að losa boltann aðeins fyrr - meiri kraft í langar sendingar - en samt flottur í öllum þremur stöðunum.
Dagur: Frekar sprækur - duglegur að finna sér svæði - vantar að skjóta meira sjálfur - fara alla leið sjálfur.
Salli: Ágætisleikur - góð barátta - vantaði að fá fleiri skot á markið.
Tryggvi: Afar sterkur á kantinum og fór trekk í trekk upp fram hjá Fjölnismönnunum - en óheppinn að klára ekki eða setja boltann á samherja sem kláraði.
Danni: Fínasti leikur - vantaði samt að klára betur.

Kristó: Nokkuð góður leikur - tapar varla tæklingu.
Seamus: Flottur leikur - flott keyrsla upp og niður kantinn.

Almennt um leikinn:

+
Fengum fullt af "sjensum" eftir að hafa brunað upp hægri kantinn.
+ Náðum að setja góða pressu á þá og ýta vel með í sóknina.

+
Flestir leikmenn tóku vel á því - skiluðu sér vel tilbaka sem og með í sóknina.

-
Vorum of framarlega í vörninni og misstum Fjölnismennina inn fyrir okkur - þ.e. engin elti þá inn og engin bakkaði til að "svípa" á móti þeim.
- Fullt fullt af færum sem fóru forgörðum.
- Sofnuðum eftir að hafa legið í sókn og Fjölnir skoraði alla veganna 2 mörk úr skyndisóknum.

- Vantar grimmd og tal í vörnina.

Í einni setningu: Furðulega stórt tap miðað við hvernig við vorum að spila á köflum. Áttum allann leikinn í um 20 mín í seinni hálfleik, fullt af færum en samt ná þeir að skora tvö mörk á okkur á þessum kafla! Verulega slakir í að klára og enn slakari að vinna úr skyndisóknum þeirra. Margt flott í gangi en yfir heildina megum við ekki fá svona mörg mörk á okkur!

- - - - -

Þróttur 0 - Fjölnir 2.
Rvk mótið

Dags: Laugardagurinn 17.mars 2007.
Tími: kl.16.40 - 17.50.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 0 - 2.

Maður leiksins:
Siggi T / Hilmar (topp leikur í 70 mín).

Vallaraðstæður: Nú var veðrið orðið geggjað - sól í byrjun en svo smá snjókoma í lokin - völlurinn auður og nokkuð hlýttt.
Dómari: Ingvi og Kiddi - "flottast" dæmdi leikur dagsins!
Áhorfendur: Héldu sig flestir inni en voru frekar margir.

Liðið:

Orri í markinu - Gummi S og Arnór Daði bakverðir - Siggi T og Matti miðverðir - Guðmar og Hilmar á miðjunni - Viktor og Arianit á köntunum - Eiður T og Arnþór F frammi. Vantaði: Lárus Hörð, Hákon og Samúel.

Frammistaða:

Orri: Klassa leikur - óheppinn í fyrsta markinu - en annars átti hann alla bolta.
Gummi: Varla feilspor allann leikinn - öruggur og átti flottann leik.
Arnór: Fyrsti leikur í þónokkurn tíma - en það var ekki að sjá. Greinilega í fínu formi - góður leikur.
Sigurður: Eins og klettur í vörnni - las leikinn vel og batt vörnina saman.
Matthías: Góður leikur í vörninni - hélt stöðunni vel og vann fullt af boltum.
Guðmar: Á milljón allann leikinn - kom sér í fullt af færum - klaufi að skora ekki alla veganna eitt mark.
Hilmar: Snilldar leikur á miðjunni - vann fullt af boltum og skilaði boltanum vel frá sér.
Arianit: Mikið í boltanum - duglegur en vantar að losa boltann fyrr og fá hann þá aftur.
Viktor: Duglegur á kantinum - á fullu allann leikinn - en átti það til að missa boltann.
Eiður T: Þvílíkt öflugur frammi - afar góð keyrsla en óhepppinn að skora ekki í dag.
Arnþór: Duglegur að losa sig og fá boltann - vantaði samt meiri vinnslu.


Almennt um leikinn:

+ Bjuggum til fullt af flottum færum.
+ Orri þvílíkt á tánum í markinu - át alla bolta.
+ Menn flottir í sínum stöðum og gerðu allt rétt. Ágætis tal.
+
Allir 11 leikmennirnir kláruðu leikinn án þess að fá skiptingu og án þess að væla yfir þreytu eða meiðslum.

-
Vantar að vera rólegri við markið og nýta færin okkar.
- Vantaði stundum að líta upp og senda boltann fyrir markið í staðinn fyrir að skjóta.
- Lokuðum ekki nógu vel fyrir skotin þeirra.

- Bakverðirnir hefðu mátt koma meira með í sóknina - reyndar vantar það hjá öllum okkar liðum.

Í einni setningu: Skemmtilegasti leikur dagsins. Fengum svona 15 færi til að skora en allt kom fyrir ekki! Allir 11 áttu góðan leik og geta verið feitt ánægður með sig. Flottur fyrsti leikur í mótinu.

- - - - -

1 Comments:

At 8:36 PM, Anonymous Anonymous said...

átti þetta ekki að vera ein setning?

anonymous

 

Post a Comment

<< Home