Saturday, March 10, 2007

Leikir v Breiðablik - sun!

Jebba.

Þrír leikir í dag - nokkuð góð keyrsla, góð mæting og ertu að
grínast með veðrið!! en allt um leikina þrjá hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Breiðablik 1.
Æfingaleikur

Dags: Sunnudagurinn 11.mars 2007.
Tími: kl.9.30 - 10.45.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 2 - 1.

Maður leiksins:
Kristján Orri (afar nettur leikur).

Mörk:

26 mín - Arnþór Ari með mark úr aukaspyrnu
58 mín - Árni Freyr með geggjaða "klárun" eftir snilldar spil upp kantinn.

Vallaraðstæður: Ja hérna, hvað skal segja! Allar veðurtýpur létu sjá sig, en völlurinn slapp.
Dómari: Þriggja dómara system takk fyrir. Kiddi góður og matti og oddur nettir á línunni.
Áhorfendur: Gott crowd upp í stúku.

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og Óli bakverðir - Nonni og Úlli miðverðir - Viðar og Arnþór á miðjunni - Stebbi og Tolli á kantinum - Árni einn frammi. Varamenn: Arnar Kári, sem kom inn á eftir tíu, og Kommi.

Frammistaða:

Slugs - Reyni að heyra í leikmönnum fyrir Fjölnisleikinn.

Almennt um leikinn:

+
Varnarleikurinn enn og aftur sterkur hjá okkur, sem og markvarslan.
+ Menn að skila sinnis stöðu vel - og menn yfirleitt alltaf mættir tilbaka.

+
Mark nr.2 svo mikil gargandi snilld að það hálfa væri nóg.

-
Héldum boltanum ekki nógu vel - skýldum honum illa og misstum hann of oft klaufalega.
- Vantaði meiri hraða við að koma boltanum inn í eða fyrir.
- Vantaði meiri skot og meiri fyrirgjafir yfir höfuð.

- Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik og eyddum mestum tímanum í að verjast.

Í einni setningu: Þokkalega nettur sigur hjá okkur. Kannski ekki okkar besti leikur en héldum samt út og skoruðum snilldar sigurmark rétt fyrir lokin.

- - - - -

Þróttur 0 - Breiðablik 1.
Æfingaleikur

Dags: Sunnudagurinn 11.mars 2007.
Tími: kl.10.45 - 12.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.

Maður leiksins:
Guðmundur Andri (afar sterkur - bara mæta eins og ljónið héðan í frá).

Vallaraðstæður: Ekki nógu spes vægast sagt. En við mössuðum það audda.
Dómari: Egill og Nonni/Kiddi - Mjög góðir.
Áhorfendur: Fullt af fólki lét sjá sig.

Liðið:

Orri í markinu - Högni og Silli bakverðir - Gummi og Kristó miðverðir - Jóel aftari miðja og Dagur fremri miðja - Seamus og Maggi á kantinum Salli og Tryggvi frammi. Varamenn: Mikki, Sindri Þ, Daníel Örn og Davíð Þór.

Frammistaða:

Slugs - Reyni að heyra í leikmönnum fyrir Fjölnisleikinn.

Almennt um leikinn:

+
Vörðumst vel - óheppnir að fá þetta eina kúka mark á okkur.
+
Orri flottur í markinu.
+
Héldum áfram allt fram á síðustu mínutu - og hefðum getað stolið einu stigi!

-
Sóttum á of fáum leikmönnum - vantar að menn komi með og keyri sig út.
- Vantaði stundum að halda línunni, eins og í markinu (ef við treystum agli að þetta hafi verið rangstæða).
- Enn og aftur þurfum við að vera sterkari í 1 v 1 varnarlega.

- Smá vesen í útspörkunum.

Í einni setningu: Naumt tap sem hefði getað endað með jafntefli ef við hefðum haft heppnina með okkur. En við höfum oft verið betri - og dugar ekkert slen á móti eins sterku liði og Breiðablik er.

- - - - -

Þróttur 2 - Breiðablik 5.
Æfingaleikur

Dags: Sunnudagurinn 11.mars 2007.
Tími: kl.12.00 - 13.10.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 2 - 0, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3, 2 - 4, 2 - 5.

Maður leiksins:
Viktor (flottur leikur en þarf aðeins að vinna með staðsetningar).

Mörk:

10 mín - Daníel Örn.
18 mín - Eiður Tjörvi með gott slútt.

Vallaraðstæður: Veðrið loksins orðið bærilegt og völlurinn góður.
Dómari: Sindri Már með gott comeback og Ingvi með honum. Par dagsins.
Áhorfendur: Þó nokkrir og flestir inni í hlýjunni.

Liðið:

Sindri í markinu - Hákon og Geiri bakverðir - Bjartur og Viktor miðverðir - Arnþór og Gummi S á köntunum - Guðmar og Sindri Þ á miðjunni - Eiður Tjörvi og Danni Örn frammi. Varamenn: Kevin Davíð - Lárus Hörður - Hilmar og Arianit.

Frammistaða:

Slugs - Reyni að heyra í leikmönnum fyrir Fjölnisleikinn.

Almennt um leikinn:

+
Flott spil og flott mörk sem við settum.
+ Snilldar markvarsla á köflum hjá Sindra.

+
Ágætis barátta í um helmingnum af liðinu - hefði farið allt öðruvísi ef allir 11 hefðu tekið á því á 100%.
+
Ágætis varnarleikur á köflum.

-
Mikið vesen að losa boltann í útspörkum - eitthvað sem við verðum að redda.
- Vantaði alveg að skipa hvor öðrum fyrir (dekkaðu þennan - ég er laus).
- Miðjumennirnir misstu alveg sitt svæði og bökkuðu ekki eins og þeir áttu að gera.

- Vantaði allann sprengtkraft í okkur í sókninni, ýta út að miðju - og bara sjálfstraust og trú að við værum alveg jafn góðir og þeir.

Í einni setningu: Frekar dapurt tap eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Misstum alveg "dampinn" eftir hlé, héldum ekki stöðum og Breiðabliksmenn nýttu sér það það algjörlega.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home