Úrtaksæfing!
Hey
Gleymdi auðvitað í gær að tilkynna ykkur að 4 leikmenn (fæddir ´93) frá okkur munu taka þátt í úrtaksæfingu á fimmtudaginn vegna ferðar "´93 liðsins" til Osló!
Æfingin fer fram undir stjórn Ásgeirs Elíassonar, sem verður jafnframt þjálfari liðsins sem fer og keppir í móti (borgarleikarnir) sem fer fram í Osló í byrjun júní. 3-4 leikmenn frá hverju liði í Rvk mæta á æfinguna og loks verða 14 leikmenn valdir í liðið sem fer í ferðina.
- Kristján Einar
- Árni Freyr
- Jón Kristinn
- Arnþór Ari
... voru valdir og munu fara frá okkur.
Æfing er næstkomandi fimmtudag (29/3) í Egilshöllinni kl.18.30 - 21.00. Leikin verður innbyrðis æfingaleikur.
Ingimar var valinn frá okkur í fyrra, en mótið fór þá fram í Finnlandi (við unnum það mót).
Við vonum svo bara að strákarnir standi sig vel á æfingunni og verði okkur til sóma.
Jafnvel að ég kenni þeim nýtt trix á æfingu á morgun :-)
Ok sör,
Ingvi, Egill og Kiddi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home