Haustferð eldra árs!
Jó.
Hér fyrir neðan er allt um haustferði eldra ársins í dag.
Það eru 24 strákar skráðir - en það bætast örugglega einhverjir
við í kvöld.
sjáumst um 4.
- - - - -
4.flokkur kk -eldra ár
Knattspyrnufélagið Þróttur
Haustferð!!
Nú um þessa (30.sept-1.október) ætlum við (eldra árið ´91) að enda tímabilið í “haustafslöppunarferð” til Hveragerðis. Og ætlum við að gista eina nótt og skemmta all svaðalega. Við búumst við fullri mætingu, þ.e. í kringum 26 stráka!
Það er mæting kl.15.45 niður í Þrótt á föstudaginn og verður farið með rútu og komið aftur heim (með einkabílum ) kl.15.00 á laugardaginn.
Ferðin kostar 5500kr (sem fer í rútuna, kajakferðina, hestaferðina, bakarísgúffið, sundferðir, gistinguna, afnot af velli og sal og greiðist við brottför). Einnig er í lagi að hafa smá vasapening.
Ingvi, Egill og Eymi sjá um pakkann, en auk þeirra kíkir hugsanlega eitt foreldri með.
En við þurfum að fá að vita nákvæmlega hverjir ætla með – við eigum enn eftir að heyra í nokkrum strákum. Þannig að “meilið” á mig strax í dag (skeido@mi.is) , eða sendið mér “sms” (869-8228) – eða bara bjalla í mig til að staðfesta. Bannað að “trassa” þetta.
Hafið svo samband ef það er eitthvað, kveðja, Ingvi – 869-8228.
Það sem þarf að hafa með sér:
Utanhúsíþróttadót.- Innanhúsíþróttadót.- Svefnpoka, dýnu og kodda. - Sundskýlu + 2 handklæði.- Hlý föt og aukaföt til skiptana (ekki klikka á þessu). - Trefil (ekki heldur gleyma honum).- Smá nesti til að hafa á föstudeginum. - Eitthvað chill dót (diska, myndavél, andrés o.þ.h).- Og að sjálfsögu netta skapið.
Dagskrá
Föstudagur
15.45 Mæting niður í Þrótt – lagt af stað.
17.00 Kajakferð á Stokkseyri.
17.30 Sund á Stokkseyri.
19.00 Komið til Hveragerðis. Komið sér fyrir.
20.00 Pizzugúff.
20.45 Púlsinn tekinn á downtown Hveró.
21.15 Sjoppustopp.
21.45 “Næturbolti”! – Fótbolti eða körfubolti.
22.45 Létt “Kvöldvökudótarí” ( “survævor hveragerði” ofl).
23.45 Ræma + Draugasaga og zzzz!
Laugardagur
09.00 Wake up.
09.15 Bakarísgúff.
10.00 HM mót á sparkvelli – úti.
11.00 Hestaferð.
12.30 Sund - Snarl.
13.30 Pakkað.
14.30 Lagt af stað í bæinn.
15.15 Komið í bæinn.
1 Comments:
muhahaha eg er bara ad cilla hera i 49stiga hita meda thid erud i kulda
Post a Comment
<< Home