Úrslit!
Heyja.
Það voru tveir leikir við Fjölni á mánudaginn var. Báðir upp í
Egilshöll og báðir frekar seint að kveldi (veit ekki af hverju ég er
að nefna það). Alla veganna - til að gera langa sögu stutta þá töpuðum
við báðum leikjunum - ingvi+egill í ekki nógu góðu skapi eftir leikina.
here is why:
- - - - -
Haustmótið - Egilshöllin - Mánudaginn 19.september kl.20:00-21.15
Úrslit: Þróttur 2 - 3 Fjölnir
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Liðið (4-4-2): Binni - Þorsteinn - Valli - Dabbi - Matti - Stymmi - Oddur - Aron H - Jölli - Ingó - Auðun + Pétur H - Hákon - Arnar Már - Baldur.
Mörk: Auðun - Ingó
Maður leiksins: Valli
Almennt um leikinn:
Ekki alveg eins og maður vildi enda seasonið! En það þýðir ekkert að gráta það. Þetta hefði getað endað báðum megin - en það vantaði eitthvað hjá okkur til að klára dæmið, það er alveg á hreinu.
Þeir settann á undan - við eiginlega ekki byrjaðir. Við vorum aðeins of framarlega og misstum mann inn fyrir okkur sem náði svo að pota honum inn.
Náðum svo að jafna með ævintýralegu marki Auðuns langt utan af kanti. En of aftur komst þeir yfir - og aftur eftir lélega dekkningu hjá okkur - vantaði smá grimmd hjá okkur inn í markteig.
Náðum svo að jafna aftur og nú eftir harðfylgi hjá Ingó.
2-2 í hálfleik og vorum við staðráðnir að gera betur - taka meir á essu kaffi og setja á þá.
En þriðja markið hjá þeim kláraði okkur. og náðum við í raun aldrei að pressa nóg á þá til að búa til hættuleg færi í lok leiksins. Eitthvað sem vantaði hjá okkur - og fjölnismenn náttúrulega á bullandi fullu og ætluðu ekki að missa forskotið.
Þannig fór nú það. veit ekki númer hvað þessi síðasti leikur í 4.fl var hjá sumum. þarf að reikna það út - en þeir eru orðnir ansi margir. þýðir ekkert að væla þetta of mikið. fjörugur leikur sem tapaðist naumlega. það gerist. skrýtinn tilfinning að þetta sé síðasti leikurinn hjá mörgum. en nóg af væmninni. áfram með etta.
- - - - -
Haustmótið - Egilshöllin - Mánudaginn 19.september kl.21.15-22.30
Úrslit: Þróttur 2 - 4 Fjölnir.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Liðið (4-4-2): Anton - Bjarki Þór - Jónas - Bjarmi - Einar Þór - Ástvaldur - Bjarki B - Ingimar - Ævar H - Danni - Gulli + Símon - Arnar Már - Gylfi Björn - Bjarki Steinn - Atli Freyr - Snæbjörn.
Mörk: Danni - Bjarki Steinn
Maður leiksins: Bjarmi
Almennt um leikinn:
Enn og aftur afar skrýtinn úrslit hjá þessu liði - Fyrri hálfleikur var svo geggjaðslega töff og góður að það er skandall að við höfum endað á að tapa þessum leik. Boltinn rúllaði eins og ljónið (sem sagt vel) og vorum við afar óheppnir að setjann ekki í markið. Danni fékk deddara ársins! og var reyndar afar duglegur í öllum leiknum að koma sér í þannig færi - en náði ekki að klára.
Fengum á okkur tvö mörk á 3 mínútum og setti það okkur aðeins út af laginu. Þeir settu hann úr víti - auka á hættulegum stað og svo eftir tvær stungusendingar (1 markið reyndar púrra rangstaða) - En við hefðum klárlega getað gert betur og aftrað alla veganna tveimur mörkum.
Fullt af mönnum voru að standa sig afar vel - og eru í góðum málum. Líka ánægulegt að sjá leikmenn koma inn í liðið sem hafa lítið spilað með því.
Það vantaði bara pínu upp á að við hefðum minnkað munin meira - Það var kannski einn kafli í seinni hálfleik þar sem við náðum ekki nógu vel að rúlla boltanum á milli okkar - og fengum þá alltaf beint aftur á okkur.
En þannig fór það - þá er bara að hvíla sig vel, skipuleggja sig aftur og starta æfingaleikjasísoninu um miðjan október! Fullt af flottum hlutum að gerast hjá okkur - og fullt af hlutum sem við bætum við - og fullt af leikjum sem við ætlum að klára - Ekkert annað.
- - - - -
1 Comments:
I was just blog surfing and thought yours has some interesting stuff!
If you're interested, check out my site, where we have the highest quality information and services on top script consulting.
I don't know if you're into this kind of thing, but you may still find something of interest.
Come and check it out if you get time :-)
Post a Comment
<< Home