Saturday, September 17, 2005

Úrslit!

Jó.

Menn voru alls ekki sáttir með naumt tap í þessum leik sem fór fram á fimmtudag!
Hefðum alla veganna átt að jafna! allt um það hér:

- - - - -

Haustmótið - Leiknisgervigras - Fimmtudaginn 15.september kl.17:30-18.45
Úrslit: Þróttur 1 - 2 Leiknir.
Staðan í hálfleik: 1-0.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn – Gunnar – Bjarmi – Hreiðar – Jónmundur - Arnar Páll - Arnar Már – Jakob - Ágúst Benedikt - Atli-Pétur Dan + Anton - Davíð Hafþór – Flóki – Óskar - Viktor
Mörk:
Ágúst Benedikt
Maður leiksins: Jakob
Almennt um leikinn:


Þegar ég lít yfir leikinn er ég mjög ósáttur með það að við hefðum ekki einu sinni náð stigi, því við vorum mun betri, þótt við gæfum eftir þegar um 15 min voru eftir.

Markið okkar skoraði Ágúst, með glæsilegum skalla, eftir góða sendingu Arnars Páls utan af kanti. Þetta gerðist eftir um 10 minutna leik. Næstu minuturnar vorum við mun betri og hefðum auðveldlega getað sett eitt eða tvö mörk fyrir hálfleik. Í hálfleik ákváðum við að gefa ekkert eftir og setja fleiri mörk á þá.

Líkt og í fyrri hálfleik byrjuðum við mun betur og vorum meira í sókn. Við fengum nokkur færi, en á móti kom að þegar líða tók á leikinn gáfum við eftir, sem sagt við leyfðum Leiknismönnum að komast inní leikinn. Á seinustu 15 minutunum skoruðu þeir tvö mörk, eitt eftir varnarmistök okkar manna og hitt eftir horn, þar sem við vorum sofandi.

Eftir leikinn töluðum við um að við vitum vel að við getum gert betur en þetta.
Ég var ánægður með flesta í þessum leik, en eins og oft þá voru nokkrir sem voru ekki að taka á því og gerðu því lítið sem ekkert gagn.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home