Tuesday, September 06, 2005

Úrslit!

Jæja strákar.

Þá er Haustmótið komið af stað! Áttum þrjá leiki í gær upp í Egilshöll.
Byrjuðum ekki vel fyrsta leikinn - unnum svo næsta örugglega en áttum í
vandræðum með sprækt lið Víkinga í lokaleiknum. Allt um leikina hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Egilshöll - Mánudagurinn 5.september kl.17:15-18:30
Þróttur 1 - Fram 2
Staðan í hálfleik: 0 - 1
Liðið (4-4-2): Binni - Bjarmi - Oddur - Styrmir - Einar - Villi - Ingimar - Valli - Danni B - Jökull - Arnar Már + Dabbi S - Aron H - Ingó - Jónas - Matti.
Mörk:
Ingó
Maður leiksins: Einar
Almennt um leikinn:

Ingvi skrifar: Varð fyrir ótrúlegum vonbrigðum að heyra úrslit leiksins. var náttúrulega ekki á staðnum sem er lélegt út af fyrir sig - en manni fannst leikmenn samt ætla að taka leikinn með vinstri! ég heyrði rétt fyrir leik: "vá hvað þeir eru litlir"! menn sem hugsa svona spila aldrei leiki eins og á að spila leiki. sorrý en mér finnst

Egill Skrifar:
Við byrjuðum leikinn betur, en fengum þó engin dauðafæri, eins og oft vantaði aðeins uppá. En uppúr engu fengu þeir vítaspyrnu, eftir að miðvörður þeirra labbaði upp allan völlinn og var felldur, úr þeirri spyrnu skoruðu þeir. Eins og Ingvi sagði, þá var greinilega vanmat í okkar lið og greinilegt að við vorum ekki tilbúnir í alvöru átök.

Eftir þetta mark datt okkar leikur dálítið niður, þrátt fyrir að við næðum nokkrum ágætis færum. Sem sagt þá vorum við 1-0 undir í hálfleik, kannski ekki fyllilega sanngjarnt og við gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að bæta okkar leik.

Líkt og í fyrri hálfleik byrjuðum við betur. Við sköpuðum okkur fullt af færum og mér fannst það í raun bara tímaspursmál hvenær við næðum að pota honum inn. Eftir um 10 mínútna leik (í seinni hálfleik) skoruðum við glæsilegt mark, eftir að Matthías náði að prjóna sig upp hægri kantinn, hann gaf boltann inní og þar var Ingólfur vel staðsettur og náði að pota boltanum inn. Við þetta efldumst við og settum aukna pressu á þá. Við sköpuðum nokkur góð færi sem við hefðum getað nýtt betur.

En þegar um 10 mínutur voru eftir fékk leikmaður Fram boltann á sínum vallarhelming eftir misheppnaða hornspyrnu hjá okkur. Hann tók á rás, hljóp framhjá þrem Þrótturum áður en hann spyrnti knettinum framhjá Binna í markinu. Þessi varnarvinna var hreint skelfileg. Þó það sé kannski ljótt að segja en þegar maður lendir í svona stöðu þá er alltílagi að tækla manninn áður en hann sleppur innfyrir. Eftir þetta datt okkar leikur aðeins niður, frammarar fengu nokkur ágæt færi, sem Binni varði vel. En eins og áður nýttum við ekki okkar færi og því fór sem fór. 2-1 er staðreynd eftir frekar slakan leik okkar manna.

- - - - -

Íslandsmótið - Egilshöll - Mánudagurinn 5.september kl.18:30 - 19:45
Þróttur 4 - Fram 0
Staðan í hálfleik: 3-0
Liðið (4-4-2): Anton - Gylfi - Pétur Hjörvar - Einar Þór - Kobbi - Matti - Jónas - Baldur - Bjarki B - Auðun - Ævar Hrafn + Snæbjörn - José - Bjarki Þór - Símon - Gulli - Þorsteinn Hjalti.
Mörk:
Ævar 2 og Auðun 2
Maður leiksins: Ævar
Almennt um leikinn:

Við byrjuðum þennan leik mjög vel, spiluðum agað aftast og vorum ákveðnir í sókninni. Fyrsta mark okkar kom snemma leiks og mér fannst þeir aldrei eiga neitt í okkur eftir það, þrátt fyrir að okkar leikur hafi dottið nokkuð mikið niður í seinni hálfleik.

Eins og áður sagði kom fyrsta mark okkar snemma og var þar Ævar að verki eftir góðan undirbúning Matthíasar. Eftir þetta mark fengum við aukið sjálfstraust og hefðum í raun getað gert útum leikinn í fyrri hálfleik, með því að nýta færin betur. En þrátt fyrir að hafa klúðrað mörgum færum, þá skoruðum við tvö mörk áður en góður dómari leiksins flautaði til hálfleiks, þau mörk skoruðu Ævar og Auðun.

Í hálfleik töluðum við um það að gefa ekkert eftir og klára leikinn á fullu og setja nokkur mörk á þá. Mér fannst þau markmið ekki alveg takast í seinni hálfleik, því við gáfum aðeins eftir og leyfðum þeim að komast inní leikinn. Þrátt fyrir það þá vorum við samt betri aðilinn í leiknum og náðum að skapa okkur nokkur færi og eitt af þeim endaði með laglegu marki frá Auðuni.

Þegar ég lít yfir leikinn þá er ég í raun ánægður með heildarframmistöðu allra leikmanna, en þó stóðu Ævar, Auðun, Jakob og Bjarki B uppúr.

- - - - -

Íslandsmótið - Egilshöll - Mánudagurinn 5.september kl.17:15-18:30
Þróttur 0 - Víkingur 3
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Viktor - Símon - Tumi - Flóki - Davíð Hafþór - Ási - Kobbi - Atli Freyr - Pétur Dan - Arnar Páll + Jónmundur - Óskar - Gunnar Björn - Hreiðar Árni - Ágúst B.
Maður leiksins:
Almennt um leikinn:

Vorum eiginlega alltaf aðeins á eftir mjög sprækum Víkingum. Þeir voru reyndar allir með tölu einu ári yngri en við - og það er soldið súrt að hugsa til þess að við séum búnir að keppa um 40 leiki á árinu á stórum velli en þeir að keppa sinn fyrsta!

Við hefðum átt að nýta okkur það í fyrri hálfleik og komast í gegnum vörn þeirra - en við fundum aldrei glufu í gegn og það vantaði líka kraft að prjóna sig í gegn og klára dæmið.


Þeir voru með snögga stráka frammi sem stríddu okkur aðeins. en Snæbjörn átti klassa dag í markinu og bjargaði okkur trekk í trekk. En eins og sagði áðan þá vantaði kraft í allt of marga leikmenn. Menn hefðu mátt láta finna miklu meira fyrir sér.

En það sem vantaði aðallega var að finna næsta mann í lappir - og komast þannig upp völlinn og enda á skoti eða fyrirgjöf. Þetta var allt of mikill "klafs" bolti og við eigum að vera búnir að spila nógu marga leiki saman og vera búnir að stilla okkur betur saman.

En það er svo bara næsti leikur - gerum betur þá.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home