Úrslit!
Sælir.
Síðasti leikur vikunnar var í gær. Niðurstaðan steindautt
6-6 jafntefli! Allt um leikinn hér:
- - - - -
Haustmótið - Egilshöll - Fimmtudagurinn 8.september kl.19:45-21.00
Þróttur 6 - 6 Valur
Staðan í hálfleik: 2 - 4.
Liðið (4-4-2): Egill - Gunnar Æ - Ívar Örn - Óttar - Ágúst P - Halli - Ævar Þór - Róbert - Ari Freyr - José - Atli + Óli M - Daníel - Siggi E - Haukur.
Mörk: Ævar Þór 4 - José 2
Maður leiksins: Ævar Þór
Almennt um leikinn:
Þetta var skrýtinn leikur! Við komumst í 2-0 og allt útlit fyrir að við værum mun betri aðilinn og ættum að klára dæmið. En einhvern veginn hættum við gersamlega og fengum á okkur 4 mörk það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Ótrúlegt.
Við náttúrulega sögðum ekki neitt - það var eins og völlurinn væri mannlaus (því valsmenn sögðu ekki baun heldur!) - skil bara ekki í mönnum að búa ekki til smá stemmningu og garga alla veganna "koma strákar, skorum á þá". Þetta er möst strákar.
Eins stóðum við vitlaust og of framarlega á þá og sami maður komst trekk í trekk í gegnum okkur. En seinni hálfleikur var miklu betri ...
1. þótt við fengum á okkur fimmta markið 30 sek eftir miðjuna
2. þótt við spiluðum boltanum ekki nógu vel á milli okkar - menn hreyfðu sig lítið. Í staðinn vorum við mikið að hlaupa sjálfir með boltann og reyna djöflast í gegn. Þetta er ekki nógu skemmtilegur og flottur bolti en virkaði samt. Við náðum að minnka munin og svo að jafna á síðustu mínútunni. Náttúrulega geggjuð stemmning að ná þvi og ná í eitt stig.
Samt margt gott í leiknum - þrælskemmtilegur leikur og sterkt að koma aftur og jafna.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home