Úrslit!
Heyja.
Næst síðasti leikur tímabilsins var í gær á móti Fjölni.
Veit ekki númer hvað þessi leikur var við Fjölni - ósjaldan
spilað við þá í ár! En ágæsti leikur þrátt fyrir tap:
- - - - -
Haustmótið - Egilshöllin - Þriðjudaginn 27.september kl.18.30-19.45.
Úrslit: Þróttur 1 - 5 Fjölnir
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Liðið (4-4-2): Anton - Viktor - Arnar Már - Hreiðar - Gunnar B - Flóki - Aron Ellert - Davíð H - Ágúst - Pétur Dan - Arnar Páll + Jónmundur - Símon - Óskar - Arnar Kári - Árni.
Mark: Arnar Már
Maður leiksins: Anton
Almennt um leikinn:
Fyrri: Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn, þrátt fyrir að þeir skoruðu tvö en við ekkert. Við fengum 2-3 færi sem við hefðum átt að nýta, en á móti kemur að þeir fengu líka nokkur góð færi.
Fjölnir voru betri framan af hálfleiknum og skoruðu náttúrulega eftir 30 sek, sem er hreint skelfilegt. Það er ógeðslega erfitt að þurfa að vinna sig útúr því. Samt sem áður náðum við að vinna okkur hægt og bítandi inn í leikinn og eins og áður sagði fengum við nokkur færi sem við áttum að nýta betur. Þótt við næðum undirtökunum á leiknum, þá vorum við samt að leyfa þeim að sleppa alltof mikið innfyrir og þurfti Anton oft að bjarga okkur.
Annað mark þeirra kom eftir horn, það er ömurlegt að þá mark á sig eftir horn. Maður verður að vera harður í manninum sínum og um að gera að ýta honum aðeins (löglega), til að hann missi jafnvægið þegar þið farið upp í skallaboltann.
Eftir seinna markið urðu þeir betri aðilinn og stjórnuðu leiknum, þó náðu þeir engum markverðum færum. Þótt að þeir væru meira með boltann fannst mér við alltaf vera hættulegir, áttum nokkrar góðar skyndisóknir, sem við hefðum átt að klár, en svona er þetta.
Seinni: Bæði liðin sóttu svipað - við vorum ekki alveg nógu samstígandi í vörninni - töluðum ekki nóg og hjálpuðum ekki hvor öðrum nóg. Þannig að þeir settu 3 mörk í þessum hálfleik. öll komu eftir að við stóðum vitlaust og fengum boltann yfir okkur. þeir fengu boltann á "rönninu" og náðu að klára dæmið.
Við fengum líka fullt af færum til að skora. Árni prjónaði sig trekk í trekk inn fyrir en var óheppinn að skora ekki. hann kom líka boltanum oft inn fyrir og vorum við algjörir klaufar að vera ekki mættir á fjærstöng tvisvar sinnum.
Eins var stundum sem við bara löbbuðum og aðstoðuðum ekki næsta mann - það er náttúrulega bannað. við vitum það.
En samt margt gott hjá okkur. fín barátta hjá flestum - klassa markvarsla oft hjá Antoni - fín færi og fínt spil. vantaði bara að slútta, sem þeir gerðu!
Nú er bara að hvíla sig á leikjum og mæta ready um miðjan okt. og þá á eldra ári.
- - - - -
1 Comments:
var eg tharna
Post a Comment
<< Home