Úrslit!
Jó.
Það var massa skemmtilegur leikur í rigningunni í gær (fös).
Stórmeistarajafnteflni varð niðurstaðan en við hefðum getað
hirt öll stigin í lokin! Allt um leikinn hér:
- - - - -
Haustmótið - Gervigrasið í Laugardal - Föstudaginn 16.september kl.16:00-17.15
Úrslit: Þróttur 1 - 1 Víkingur
Staðan í hálfleik: 0 - 1
Liðið (4-4-2): Binni - Gunni - Þorsteinn - Óttar H - Ágúst P - Ari Freyr - Ingimar - Pétur H - Halli - Atli - Óli + Palli - Siggi E - Danni - José.
Mörk: Halli
Maður leiksins: Þorsteinn Hjalti
Almennt um leikinn:
Það var alveg ekta fótboltaveður þegar þessi leikur fór fram - úði og smá rigning. alveg eðal að tækla smá!
Í heildina var þetta frekar jafnleikur - þeir komust reyndar aðeins of oft inn fyrir vörnina okkar - voru með stóran og snöggan mann frammi - en sem betur fer missti hann boltann nokkrum sinnum of langt fram fyrir sig - og binni var mjög vel á tánum og náði alltaf að ná boltanum.
Þeir voru reyndar yfir í hálfleik - en mjög traust hjá okkur að fá ekki fleiri mörk á okkur í fyrri.
Menn tóku ótrúlega vel á því - engin "tók etta á labbinu" eins og stundum í sumar - heldur voru allir á tánum og voru greinilega að skemmta sér vel.
Við komum massa ákveðnir til leiks í seinni og áttum miklu fleiri færi heldur en í fyrri. vorum klaufar að nýta ekki fleiri færi - en Halli skoraði svo klassa mark eftir góðan undirbúning. fékk boltann inn fyrir og 1-1.
Og eins og sagði áðan þá gátu bæði lið sett annað mark í lokinn - mér fannst við líklegri en það vantaði loka "tötsið" nokkrum sinnum.
Massa ánæður með liðið - þið finnið það líka sjálfir eftir svona leik hvað það er miklu skemmtilegra að koma inn í klefa þegar allir eru búnir á því og úrslitin eftir því. Það er svo einn leikur eftir og klárum hann eins.
- - - - -
1 Comments:
Hvenær koma úrslit úr Fylkis leiknum?
Kv Aron H
Post a Comment
<< Home