Monday, December 04, 2006

Ferðin í hnotskurn!

Jebba.

Það var keflavík um helgina hjá eldra árinu. Virkilega vel heppnuð ferð og vonandi fóru allir sáttir heim. Hérna fyrir neðan eru nokkrir punktar um ferðina, ásamt nokkrum myndum.

Good stöff!
- - - - -

- Skutl: Helgi - Hannes - Þorsteinn - Lárus - Mási og Ágúst eiga inni greiða. Tolli skuldar hring fyrir að koma og seint!

- Mótið fyrir hádegi: Kepptum sem sé 4 leiki: 1-1 v Stjörnuna (stebbi með markið - yfir 1-0 þegar 1.31 mín var eftir) . 0-1 v ÍR (met sett þegar þeir skoruðu á 25.59 mín). 0-4 v Keflavík (djöfluðumst vel framan af en hættum svolítið í lokin). 1-1 v Víking (diddi með markið - jafn leikur - hefðum mátt setjann aftur í lokin). Nonni fremstur meðal jafningja á mótinu.

- Fyrsta uppstilling (4-4-2): Krissi í markinu - Valli og Nonni bakverðir - Gummi og Addi miðverðir - Jóel og Stebbi á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Daði, Úlli, Tolli og Tryggvi.

- Mótið eftir hádegi: Kepptum hér 5 leiki. 3-1 v Hauka (danni ö 2 + anton h - öruggur sigur). 0-2 v Stjörnuna (fengum á okkur mark á fyrstu mín - vöknuðum og vorum sterkari aðilinn síðustu mínúturnar). 1-2 v Njarðvík (sindri með markið - ótrúlegt að hafa tapað þessum leik). 1-2 v ÍR (svipaður leikur og á móti njarðvík - krissi fékk markið skráð á sig). 2-8 v Keflavík (vorum algjörlega á rassgatinu varnarlega í þessum leik - danni ö setti 2 afar flott mörk - gleymum þessum leik sem fyrst). Daníel Örn fremstur meðal jafningja á mótinu.

- Fyrsta uppstilling (3-3-1): Orri í markinu - Hákon, Kristó og Matthís í vörninni - Anton, Sindri og Viktor á miðjunni og Danni Ö einn frammi. Varamenn: Kevin Davíð, Silli og Krissi.

- Sundið: Vatnaveröld víst frekar töff. Helmingurinn fékk samt ekki að fara :-/ tökum það bara næst.

- Bíó: Klassa myndir. Flushed Away sérlega fyndinn. Samt soldið pirrandi þegar Kiddi hló eins og smástelpa!

- Hamborgarinn: Bara nokkuð góður, okey soldið sveittur en slapp alveg.

- Kvöldboltinn: Vil helst ekki ræða hann! Eftir að hafa verið í bullinum með trix og skemmtilegheit (og fékk ekki að vera á stálinu) tók ég zizu múvið mitt í góðu chilli. En nei nei, maður bara bókstaflega jarðaður! Ég meina, hef ég einhvern tímann röflað eða vælt (oki, langó salurinn í fyrra ekki tekinn með). En ég er buff. Mæti á mfl æfingu í kvöld! En sumir eru komnir á svarta listann minn!

- Vídeó: Það gat ekki verið að allt myndi ganga upp hjá Kidda - nei, engin litur á sjónvarpinu! En það reddaðist svo sem og afar vel valinn mynd hjá kallinum!

- Nóttin: Eruði að grínast hvað ég vaknaði oft upp! Einhverjir töffarar að skransa á bílunum sínum fyrir utan. Á eftir að fyrirgefa kidda að hafa yfirgefið okkur! En þið eigið hrós skilið að hafa ekki röflað út af sjálfssölunum og neyðarútgangsmerkjunum. En Orri skuldar armbeygjur fyrir hroturnar!
- Morgunmaturinn: Varla hægt að toppa heitar ostaslaufur, snúð og kaldan svala.

- Sparkvöllurinn: Nettur völlur og enn nettari boðhlaupsþrautir hjá mér. Appelsínugulir áttu ekki sinn besta dag! Gulir og vestislausir enduðu jafnir eftir langa rimmu. Jóel hirti svo Magic-inn léttilega.

- Prins póló: Eruði að grínast á að sumir voru með væl yfir þessum fína hádegissnarli!

- Lónið: Alltaf ljúft. Nema hvernig hárið á manni verður daginn eftir. Reyndar töff á mér.

- Rútan: Besta rúta bæjarins!

- Að lokum: Flott ferð - allir hegðuðu sér prýðilega (þótt sumir hafi fengið tiltal hér og þar). Söknuðum Egils (í tiltekt og svoddann). Önnur ferð fljótlega takk.

- Myndir:

Orri að fá sér að drekka (með nefinu) (ég veit - jesús).
Sárþjáður en lúkkaði samt!
Silli að bösta rímu!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home