Fimmtudagurinn 14.des!
Hey hey.
Klikkuð mæting hjá eldra árinu í gær og afar nett æfing (oki, soldið pirraður - tek það á mig) Og snilldar test hjá yngra árinu í fimleikatímanum.
En á morgun, fimmtudaginn 14.des, ætlar eldra árið heldur betur að breyta aðeins til. Þeir upp í Heilsuakademíu Íslands ætla að taka á móti okkur og taka okkur í herþjálfun + pró Tarzan leik. Þeir eru með geggjaða aðstöðu og verður bara gaman að prófa þetta.
Það er mæting kl.15.50 upp í anddyri Egilshallar. Þetta verður örugglega um klukkutími. Koma með innanhúsdót – þarna er klefi + sturta – og þetta kostar 600kr á mann. Vona að menn séu lausir – verður bara stuð.
- Frí hjá yngra árinu árinu, en æfing + sund á föstudaginn.
Sjáumst hressir,
Ingvi (tek rambó á etta)– Egill (búinn í prófum) og Kiddi (ah, eitt eftir).
0 Comments:
Post a Comment
<< Home