Leikur v Fjölni - laug!
Jamm.
Það var einn leikur v Fjölni í dag, reyndar á Fylkisgervigrasinu.
En völlurinn góður og leikurinn svaðalegur. Allt um hann hér:
- - - - -
4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur - Fjölnir.
Dags: Laugardagurinn 9.desember 2006.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Fylkis-gervigras.
Staðan í hálfleik: 4-0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 5-1, 6-1, 6-2, 7-2, 8-2, 9-2.
Menn leiksins: Eiður og Daníel Örn (léku báðir gríðarlega vel, bæði í miðverði og sókn).
Mörk:
5 min – Seamus eftir að hafa prjónað sig glæsilega í gegn.
9 min – Eiður eftir að hafa sloppið í gegn.
17 min – Seamus eftir að stungið varnarmenn Fjölnis af.
25 min – Seamus eftir að hafa sólað nokkra Fjölnismenn.
37 min – Arnþór með góðu skoti.
40 min – Arnþór úr víti.
45 min – Eyjólfur eftir að hafa sloppið í gegn.
52 min – Sigurður eftir góða skyndisókn.
60 min – Arnþór eftir góða sókn
Áhorfendur: Nokkrir foreldrar kíktu á völlinn.
Dómari: Þjálfari Fjölnis dæmdi af stakri snilld, þó sleppti hann einu snilldarmarki hjá Seamusi!
Vallaraðstæður: Frekar kalt, en annars toppaðstæður.
Liðið:
Orri í marki - Einar og Guðmundur bakverðir - Daníel og Eyjólfur miðverðir - Arnþór og Birgir á köntunum - Sigurður og Seamus á miðjunni - Eiður og Egill frammi. Varamenn: Lárus Hörður, Haraldur Örn, Ágúst, Arnór Daði.
Frammistaða:
Orri: Fínn leikur, hafði lítið að gera, en gerði allt vel sem hann gerði. Gat ekkert gert í mörkunum.
Einar: Toppleikur, var gríðarlega öruggur í bakverðinum. Þarf samt að tala meira.
Guðmundur Ingi: Skilaði boltanum mjög vel frá sér og var með gott auga fyrir spili.
Daníel: Stjórnaði vörninni eins og herforingi og spilaði einnig vel frammi, þó hann hefði kannki átt að skora eitt mark.
Eyjólfur: Spilað mjög vel bæði í miðverðinum og frammi. Skoraði flott mark og annað dæmt af.
Arnþór: Skoraði þrennu og var alltaf ógnandi með þrumuskotum um allan völl.
Birgir: Var hreyfanlegur á kantinum og mjög óheppin að ná ekki að skora.
Sigurður: Spilaði mjög vel á miðjunni og gaf margar frábærar stungusendingar á samherja sína.
Seamus: Var gríðarlega ógnandi og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var líka glymrandi vel spilaður, þó hann hafi ekki skorað þá.
Eiður: Byrjaði frammi og skoraði þar eitt flott mark. Var færður í miðvörðinn og blómstraði þar heldur betur og var feikigóður. Besti leikurinn hans hingað til!
Egill: Var öflugur frammi þótt hann hafi ekki skorað og var duglegur að detta niður ef miðjumennirnir voru komnir of framarlega.
Lárus: Barðist eins og ljón og var mjög áberandi í sóknarleik okkar.
Haraldur: Steig ekki feilspor og var gríðarlega rólegur og yfirvegaður í vörninni.
Ágúst: Kom frískur inná kantinn og spilaði mjög vel.
Arnór: Spilaði mjög vel í öllum þeim stöðum sem hann lék í.
Almennt um leikinn:
+ Stjórnuðum leiknum algjörlega allan leikinn og gáfum aldrei eftir.
+ Gáfum þeim ekkert færi á okkur í fyrri hálfleik - vorum miklu ákveðnari en þeir.
+ Vorum stórhættulegir fram á við og ógnuðum einnig fyrir utan teig og áttu mörg góð skot fyrir utan (þar af tvö sem höfnuðu í slánni)
- Eina sem hægt er að setja út á þennan leik var að það vantaði talanda. Þó það hafi ekki haft nein afdrifarík áhrifd í þessum leik, þá mun það gera þegar við förum í erfiðari leiki.
Í einni setningu: Mjög góður leikur. Spiluðum sem lið og sköpuðum gríðarlega mikið af færum og gáfum jafnframt fá færi á okkur. Halda þessu áfram !!
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home