Leikir v HK - laug!
Yes.
Það voru tveir leikir í frostinu í dag. Frekar jafnir leikir
enda útkoman 2 stig í tveimur leikjum. Allt um þá hér:
- - - - -
Þróttur 1 - HK 1
Æfingaleikur
Dags: Laugardagurinn 16.desember 2006.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Staðan í hálfleik: 1-0.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1.
Maður leiksins: Nonni (átti klassa leik og var fremstur meðal jafningja).
Mörk:
19 mín - Viðar Ari með snilldar slútt eftir svaðalega sendingu innfyrir frá Antoni S.
Áhorfendur: 4-6 foreldar kíktu á völlinn.
Dómari: Kiddi og Hákon Andri, flottir og snilld að fá Hákon í staffið!
Vallaraðstæður: Frakar kalt, en völlurinn slapp svo sem.
Liðið:
Krissi í marki - Úlli og Óli F bakverðir - Addi og Nonni miðverðir - Viðar og Jóel á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Anton S og Stebbi frammi. Varamenn: Tolli og Gummi.
Frammistaða:
Krissi: Fínn leikur - Varði oft afar vel, bæði uppi og niðri.
Úlli: Góður leikur - varðist vel allann leikinn en vantaði aðeins upp á nokkrar sendingar.
Nonni: Annar snilldar leikurinn - allt til fyrirmyndar.
Addi: Góður leikur í miðverðinum - tók algjöran Ferdinant á etta í dag.
Óli F: Klassa leikur - fyrsti með þessu liði - stimplaði sig vel inn.
Viðar: Súper leikur og súper mark.
Arnþór: Afar yfirvegaður á miðjunni og líka seigur frammi - góður leikur.
Diddi: Klassa leikur - gerði allt afar vel, bæði í vörn og sókn.
Jóel: Nokkuð góður leikur - var afar mikið í boltanum í seinni hálfleik og gerði margt afar vel - en hefði mátt vera aðeins grimmari að skýla boltanum og vera á undan í hann nokkrum sinnum.
Anton S: Flottur með boltann - lagði upp markið deco style - fínn leikur.
Stebbi: Duglegur með klassa vinnslu - fann sig betur á kantinum en frammi.
Tolli: Nokkuð góður leikur - hleypti engum fram hjá sér í bakverðinum og átti fína spretti á kantinum.
Gummi: Afar sterkur og öflugur á miðjunni - hefði kannski mátt koma boltanum betur frá sér - líka traustur í bakverðinum í lok leiksins.
Almennt um leikinn:
+ Stjórnuðum leiknum algjörlega í byrjun leiks og létum boltann rúlla þvílíkt vel.
+ Þeir fengu varla færi í fyrri hálfleik - vorum alltaf á undan þeim í boltann.
+ Áttum nokkur fín skot - fleiri en í síðustu leikjum.
+ Héldum haus og vorum agaðir - aðeins betra tal en vanalega - allir jákvæðir og flottir.
- Vantaði aðeins að fara á þá og taka menn á - búa til eitthvað.
- Vantaði stundum að skýla boltanum betur - setja líkamann fyrir.
- Slökuðum aðeins á eða misstum einbeitinguna í smá tíma og þeir komust þá aðeins meira inn í leikinn.
- Seldum okkur á köflum - vorum ekki í jafnvægi og þeirra sterkasti maður labbaði stundum í gegnum okkur.
Í einni setningu: Nokkur góður leikur í heildina - massa góður fyrri hálfleikur en svo misstum við aðeins "dampinn" í seinni (og ekki í fyrsta skiptið). Vinnum áfram í því.
- - - - -
Þróttur 2 - HK 2
Æfingaleikur
Dags: Laugardagurinn 16.desember 2006.
Tími: kl.15.15 - 16.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Staðan í hálfleik: 0-1.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 1-2, 2-2.
Maður leiksins: Daníel Örn (er í feikna stuði þessa daganna og klárar sín færi vel).
Mörk:
35 mín - Daníel Örn eftir snilldar fyrirgjöf frá Salómoni.
48 mín - Daníel Örn mættur aftur og kláraði af stuttu færi.
Áhorfendur: Sárafáir, og þeir sem mættu héldu sig inni!
Dómari: Kiddi (og svo kom Ingvi honum til bjargar).
Vallaraðstæður: Frekar kalt úti en völlurinn slapp alveg.
Liðið:
Orri í markinu - Daði og Maggi bakverðir - Guðmar og Kristó miðverðir - Seamus og Dagur á köntunum - Silli og Tolli á miðjunni - Tryggvi og Salómon frammi. Varamenn: Daníel Örn - Högni - Sindri og Mikki.
Frammistaða:
Orri: Í heildina mjög góður leikur.
Daði: Afar "solid" leikur - gerði allt rétt.
Maggi: Góður leikur - snöggur og vel á tánum.
Guðmar: Fór soldið oft út úr stöðu - en átti fína spretti - sterkur og át alla á sprettinum.
Kristó: Duglegur og sterkur - fór á fullu í alla bolta - finn leikur.
Dagur: Vaknaði er á leið leikinn og lék sér þá að HK mönnum og bjó til fullt af færum.
Silli: Vantar kannski aðeins að venjast miðjustöðunni - en annars nokkuð góður leikur.
Tolli: Fékk kannski ekki mikinn tíma til að koma sér í leikinn - en gerði allt rétt þessar 15 mín.
Seamus: Afar duglegur - upp og niður kantinn sem og frammi í lokinn - óheppinn að "setjann" ekki á síðustu mínútunni.
Salómon: Mikið í boltanum og baráttunni - hefði mátt vera sneggri að finna næsta mann eða senda boltann inn í - en annars fínn leikur - og bjó alveg til mark nr.1.
Tryggvi: Vantaði að fá betri bolta til að moða úr - en var á fínni hreyfingu og barðist vel.
Mikki: Fínn á kantinum - hélt boltanum vel og kom honum vel frá sér.
Högni: Var soldið út úr stöðu í byrjun og vann svo á og kláraði leikinn vel.
Daníel Örn: Alltaf á fullu og setti tvö flott mörk - ekki hægt að biðja um meira.
Sindri: Kom inn á seinni og batt vörnina flott saman - flottur leikur.
Almennt um leikinn:
+ Flott barátta og fínn varnarleikur í heildina.
+ Tvö flott mörk og fleiri færi sem hefðu mátt rata inn.
+ Þvílík markvarsla á köflum.
+ Fín samvinna og flott liðsheild.
- Fórum stundum út úr okkar stöðum.
- Hefðum getað rúllað boltanum aðeins betur til markmannana og koma þeim meira inn í leikinn.
- Vantaði stundum að annar miðjumaðurinn héldi betur og tæki á móti HK-mönnum - þeir fengu stundum skyndisóknir þar sem að við vorum komnir of margir fram.
- Hefðum mátt skjóta oftar og fyrr á markið.
Í einni setningu: Ágætisleikur hjá okkur þar sem við sýndum góðan karakter og jöfnuðum leikinn tvisvar sinnum - héldum líka haus þegar hitt liðið var í röflinu - markmennirnir vörðu ótrúlega vel á köflum - hefði verið gargandi snilld að taka öll þrjú stigin með því að skora í lokinn.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home