Jólahappdrættið!
Sælir.
Þá eru 38 strákar úr flokknum komnir með jólahappdrættismiða
til að selja! Reyni að fá fleiri miða á morgun til að láta restina fá.
Munið að verð miðans er kr. 2.000 og fara þar af kr. 900 til þess sem
selur miðann.
Dregið verður 6 janúar og þarf að skila inn óseldum miðum og ganga frá
greiðslu niður í Þrótti í síðasta lagi 4 janúar. Einnig er hægt að greiða miðana
við móttöku þeirra. Posi er á staðnum.
Aðeins eru í boði 3.000 miðar. Fjöldi vinninga er 57 og er heildarverðmæti þeirra um 1,5 milljónir. Þar má nefna glæsilegt lúxus 50” Pioneer PDP 507 XD plasma sjónvarp (sem ingvi
ætlar að vinna takk fyrir), Zepto 15,4 fartölvu, Mongoose fjallahjól, Chiro DeLuxe rúm frá Betra baki, fjöldi rafmagnstækja af Bosch gerð frá Smith og Norðland, flugmiðar frá Iceland Express ásamt
mörgum öðrum minni vinningum.
Jólahappadrættið er stór liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar og ákaflega mikilvægt að sem flestir taki þátt og selji og/eða kaupi miða fyrir félagið. Þetta er líka snilldar fjáröflun fyrir okkur.
Þannig að verið duglegir og óhræddir að labba í hús og biðja fólk um að styrkja ykkur/Þrótt. Bara vera kurteisir og tilitssamir.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home