Thursday, December 07, 2006

Æfingleikur v Val - fös!

Jó.

Það var einn leikur við Val í dag. Eysteinn yfirþjálfari var fengið
til að aðstoða þar sem kóngurinn var heima veikur!! Og niðurstaðan
algjör klassa leikur. Allt um hann hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 8 - Valur 2.

Dags: Föstudagurinn 7.desember 2006.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 5 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 5-1, 5-2, 6-2, 7-2, 8-2.

Maður leiksins: Viðar Ari (yfirburðar leikur).

Mörk:

3 mín - Dagur Hrafn setti fyrsta markið alveg í byrjun leiks.
7 mín - Kristján Einar.
12 mín - Seamus.
18 mín - Viðar Ari með flottasta mark dagins!
30 mín - Seamus.
50 mín - Salómon úr víti.
59 mín - Salómon.
70 mín - Guðbjartur setti svo eitt alveg í lokin.

Vallaraðstæður: Bara nokkuð góðar, ekkert of kalt og völlurinn fínn.
Dómari: Kiddi sá um etta einn eins og kóngur.
Áhorfendur: Þeir voru um 10-12 og skemmtu sér konunglega.

Liðið:

Sindri í markinu - Guðmar og Bjartur bakverðir - Ólafur Frímann og Maggi miðverðir - Mikki og Dagur á köntunum - Viðar og Diddi á miðjunni - Seamus og Salómon frammi. Varamenn: Guðmundur S - Hrafn Helgi - Eiður Tjörvi og Leó Garðar.

Frammistaða:

Sindri: Átti frekar náðugan dag, greip vel inní þegar á þurfti að halda og stóð sig vel.
Guðmar: Var eins og klettur í vörninni, lagði m.a. upp mark með þvílíkum spretti upp allan völlinn í bókstaflegri merkingu.
Maggi: Steig ekki feilspor í leiknum og hann og Óli stjórnuðu vörninni af þvílíkri snilld.
Óli: Sama og hjá Magga, var mjög traustur og steig ekki feilspor.
Bjartur: Flottur leikur, alltaf erfitt að vera réttfættur vinstra megin, en spilaði samt óaðfinnalega.
Mikki: Klassa leikur, var á vinstri kantinum og er það oft erfitt fyrir réttfættan mann að vera þeim megin, en Mikki lét það ekki á sig fá líkt og onaldinho og spilaði vel, varð betri eftir því sem á leikinn leið.
Diddi: Stjórnaði miðjunni gjörsamlega, næsti Roy Keane, nema að það vantar meira skap.
Viðar: Næsti Deco, skoraði stórglæsilegt mark og spilaði óaðfinnanlega.
Dagur: Er eins og raketta upp og niður, þarf að muna að nota breiddina meira en fer fram hjá öllum þegar sá gállinn er á honum eins og í þessum leik. Átti mjög góðan leik.
Salómon: Flottur leikur, spilaði betur eftir því sem á leið og skoraði 2 góð mörk og annað úr víti sem hann fiskaði sjálfur.
Seamus: Flottur leikur hjá Seamusi líka, er óragur við markið og tekur menn 1 og 1 og vann þá stöðu oftar en ekki í leiknum.

Hrafn: Kom ferskur inn þegar við vorum aðeins að missa dampinn, barðist vel og skilaði sínu.
Leó: Var mjög traustur eftir að hann kom inná og gerði vel.
Eiður T: Var sterkur í vörninni og gaf enginn færi á sér.
Gummi: Kom öflugur inná og átti flotta spretti, þarf að hafa meiri trú á sjálfum sér og þá eru allir vegir færir.


Almennt um leikinn:

Það voru allir að spila vel, við byrjuðum sérstaklega vel og vorum komnir í 2-0 eftir stuttan tíma, síðan slökuðum við aðeins á og misstum aðeins tökin, en það stóð yfir í stuttan tíma því við bættum í aftur og uppskárum góðan
stórsigur.

Ef það er hægt að setja út á eitthvað þá eru alltof margir menn sem láta ekkert í sér heyra, það vantar alveg að tala og stýra næsta manni með einföldum setningum eins og "maður í bak", "snúa", "aleinn" og þessháttar, auðveldar spilamennskuna til muna.

Annars toppleikur eins og áður sagði (enda ekki við öðru að búast með kallinn á hliðarlínunni :-)


Í einni setningu: Skemmtilegur sigur í skemmtilegum leik - yfirspiluðum þá og kláruðum okkar færi eins og á að gera.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home