Haustferð eldra ársins!
Jó.
Loksins er komið plan með eldra árs ferðina.
Tek sem sé algjörlega á mig þessa London ferð mína núna um helgina (sem gerir það að verkum að ferðin frestast og breytist í dagsferð - en við erum nýbúnir í massa ferð auk þess sem við fórum í tvær síðasta vetur - þannig að).
En þið passið að klappa fyrir Eyma, Agli og Kidda á uppskeruhátíðinni
á sunnudaginn.
En við erum sem sé búnir að negla Þriðjudaginn 3.október - vonum svo innilega
að allir komist þá. Vika í þetta þannig að menn geta kannski fært til á dagatalinu sínu!
Við tökum smá óvissukaffi á etta - en planið verður nokkurn veginn á þennan hátt:
kl.16.00 - Mæting niður í Þrótt (kók á línunna).
kl.16.15 - Fyrsta skemmtun (allir að koma með einhvern fatnað í tengslum við kúreka).
kl.18.00 - Önnur skemmtun (koma með eða vera í fótboltadóti og með gervigrasskó).
kl.19.15 - Þriðja skemmtun (allir að koma með ljótustu sundskýluna sem þig eigið).
kl.20.15 - Fjórða skemmtun (allir að vera svangir).
kl.21.15 - Foreldrar sækja út í bæ!
Þetta verður bara gaman - og okey, ekki mesta óvissa í heimi en sleppur.
Þetta mun kosta um 4.500 kall - spurning hvort einhver eigi eitthvað eftir í sjóðnum okkar - könnum það!
Endilega látið mig vita sem fyrst hvort ég megi ekki bóka ykkur með. Við hittumst
á fimmtudaginn - og svo hittið þið strákana á sunnudaginn.
Verðum í bandi,
Ingvi - Eymi - Egill og Kiddi.
- - - - -
1 Comments:
Djöfull er ég til í etta!!!
Post a Comment
<< Home