Uppskeruhátíðin!
Heyja.
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Þróttar verður haldin sunnudaginn 1.
október á Broadway. Hátíðin hefst kl. 13:00.
Við hvetjum alla leikmenn að mæta og endilega taka foreldra með sér. Þetta er bara
gaman - og alltaf gott gúff.
Á hátíðinni verða veittar viðurkenningar, flokkar kynntir og farið yfir gengi þeirra
í sumar. Treysti á að þið klappið vel fyrir Eyma, Agli og Kidda.
En athugið: Unglingaráð biður þá sem geta að koma með eitthvað með kaffinu - það verður fólk
á staðnum sem tekur á móti veitingum milli kl.11.15 - 12.30. Kaffi og svaladrykkir verða svo í boði unglingaráðs. Ok sör.
Lifi Þróttur
Unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar
- - - - - - - - - -
p.s. við stefnum enn á day of fun með eldra árinu á þriðjudaginn (sjá hér aðeins fyrir neðan). Verðið er væntanlega komið niður í 3500kr. Endilega smessið á mig eða meilið hvort ég megi ekki bóka ykkur með. Viljum hafa alla með í þessari ferð.
p.s.s. Nýja eldra árið í 4.flokk mætir síðan á sína fyrstu æfingu föstudaginn 6.októer - en strákarnir sem eru að koma upp mæta á sína fyrstu æfingu miðvikudaginn 4.október á gervigrasinu kl.16.00!
p.s.s. takk innilega fyrir mig áðan í pizzupartýinu - ekkert smá flott gjöf. Kvöldið heppnaðist líka afar vel.
p.s.s.s. reynið svo að sjá kallinn upp í stúku á Charlton - Arsenal á laugardaginn :-)
5 Comments:
Ég heimta að fá ókeypis
Fróðleiks-/leiðindahorn Eymi:
maður skrifar p.s, svo p.p.s, svo p.p.p.s o.s.frv. ekki, p.s, p.s.s
p.s. stendur fyrir Post Scriptum, eða eftirmáli. Þannig að ef þú vilt taka annan eftirmála eftir eftirmálan þá skrifarru: p.p.s. eða post post scriptum (eftir eftirmáli).
Eymi leiðindi.
Reyndar væri rétta að nota e.s þar sem það er íslenksa heitið :)
ókey Eymi!! :D
Ég heimta samt að fá ókeypis
Post a Comment
<< Home