Friday, September 01, 2006

Helgarfrí

Já, sælir dreng.

Það er Eymi, yfirmaður knattspyrnumála, sem skrifar. Ég ætla ekki að koma með eitthvað hresst og einhverja liti eða myndir, bara agað blogg.

Það er nú einu sinni þannig að þið eigið ógeðslega lata þjálfara sem nenna engu og þess vegna höfum við ákveðið að taka helgarfrí þessa ágætu helgi.

Þið nýtið því að sjálfsögðu helgina í að hjálpa foreldrum ykkar í einu öllu, taka til í herberginu óumbeðnir og svo síðast en ekki síst, lærdóm. Því það er nú bara þannig börnin góð að viskan er verðmætasti fjársjóðurinn.

Svo fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvenær umfjöllun um Fylkisleikinn birtist, þá er ég að leggja lokahönd á hana og reikna með að hún komi seinni partinn á morgun.

Takk fyrir og góðar stundir

5 Comments:

At 9:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Seinni parturinn á morgun er kominn Eymi:S ekki æsa þig yfir commentinu :S

 
At 11:13 AM, Anonymous Anonymous said...

sorrý, tek'etta á mig. En þetta er komið núna.

Ég ætla hins vegar að æsa mig yfir því að þú kommentar ekki með nafninu þínu! Það er lélegt!

 
At 1:32 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er ekki sammála eftirfarandi setningu :Það er nú einu sinni þannig að þið eigið ógeðslega lata þjálfara sem nenna engu. Þvert á móti er ég alveg hissa hvað þeir komast yfir að gera með strákunum og segi bara takk fyrir!

 
At 1:36 PM, Anonymous Anonymous said...

hvenær er æfingin?

 
At 1:51 PM, Anonymous Anonymous said...

kemst ekki á æfingu

 

Post a Comment

<< Home