Þriðjudagurinn 19.sept!
Víkingaleikar!
Sælir strákar.
Í dag, þriðjudaginn 19.sept, ætlum við heldur betur að breyta út af vananum! Við ætlum að skella okkur í svokallaða Víkingaleika í Nauthólsvíkinni.
Þetta er sem sé leikjasamansafn sem á rætur sínar að rekja ca. 1000 ár aftur í tímann – sumir kannast við eitthvað af leikjunum en þetta verður eflaust framandi fyrir flesta. Markmiðið er aðallega skemmtun og góð útivera. Þetta eflir víst félagsþroskann, gerir samskiptin betri sem og samskiptafærnina. Alla veganna massa stuð.
Það er mæting kl.16.00 upp í Siglunes (við hliðina á aðalbyggingunni við ylströndina í Nauthólsvík) og ætti allt að vera búið um kl.18.00. og þetta kostar 1.000kr á mann.
Þetta verður utandyra þannig að allir verða að mæta í góðum og hlýjum fötum (vettlingar, húfa, góður skjólfatnaður) (sem mega óhreinkast). Í lokin (ef það verður ekki allt of kalt) verður hugsanlega einhverjum hent út í sjó! En það verður hægt að fara í góða heita sturtu þegar allt búið, þannig að gott er að taka með hrein föt og handklæði í poka.
Það væri gott ef þið mynduð láta okkur vita ef þið kæmust ekki.
Annars sjáumst við bara eldhressir á morgun.
Kv,
Ingvi og co.
6 Comments:
Ég kemst ekki á æfingu er veikur
kemst ekki er í skólanum til hálf fimm
þá mæli ég með að fá að fara aðeins fyrr - ekkert mál ef þú vilt að ég heyri í kennaranum þínum! kv. ingvi
hææ ég kemst ekki, er að drepast í táni, svo myndi ég ekki geta borgað þetta, ég er einn heima.
Gulli
ER að fara á handbolta æfingu kl 5
Reynir
algjört okur!!! 1000 stórir fyrir eikkera heimskulega víkingaleiki
Post a Comment
<< Home