Monday, September 18, 2006

Haustferð - yngra ár!

Hey.

Hérna er miðinn sem yngra árið fékk í dag vegna ferðarinnar:

- - - - -

4.flokkur karla - yngra ár
Knattspyrnufélagið Þróttur

Haustferð - 23-24.sept!

Jó, þá er komið að haustferð yngra ársins upp í Borgarfjörð. Ætlunin er að enda tímabilið á góðri skemmti- og afslöppunarferð og jafnframt að þétta hópinn fyrir komandi tímabil.

Við munum fara með rútu á laugardeginum, gista í kósý hlöðu við Kolstaði (rétt hjá Húsafelli) og hafa það reglulega gott upp í sveit. Planið er að kíkja í "smá" bolta, fara í sund, í powergöngutúr, gúffa vel og mikið, fara í "sörvævor nonnastaðir", þjálfarar v leikmenn í ýmsum keppnum og margt margt fleira.

Það er mæting snemma á laugardaginn (23.sept), kl.11.00 niður í Þrótt. Við leggjum af stað korteri seinna og komum svo tilbaka kl.13.00 á sunnudeginum (24.sept).

Ferðin mun kosta 3.500kr á mann (sem fer að mestu í rútuna, sundið og hluta af matnum).

Þeir sem ætla að fara eru beðnir um að skrá sig sem allra fyrst (helst í dag) en í síðasta lagi fyrir hádegi á miðvikudag (20.sept). Hægt er að senda mér mail (ingvisveins@langholtsskoli.is) eða bjalla/smessa á mig (869-8228).

Allar aðrar upplýsingar um ferðina koma svo á fimmtudag/föstudag.
Þetta verður geggjað stuð :-)

Verðum í bandi,
Ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home