Frí!
Sælir.
Hér með er skollið á gott vikufrí – en inn í fríinu eru reyndar síðustu tveir meistaraflokksleikirnir . . .
- v KA - laugardaginn 9.september kl.14.00 - Valbjörn
- v Stjörnuna - laugardaginn 16.september kl.14.00 - Stjörnuvöllur.
. . . og væri gaman að sjá sem flesta á þeim!
Við hittumst svo aftur eftir viku (vikuna 18-24.sept) tökum nokkrar “Über” skemmtilegar æfingar og slúttum tímabilinu með gúffi, myndaveislu o.þ.h.
Við erum svo að stefna að fara í “skemmtihaustferðir” með bæði árin:
- Yngra árið mun fara á “Nonnastaði” í Borgarfirðinum (sveitasetur) helgina 23-24.sept.
- Eldra árið í flokknum hefur farið síðustu þrjú árin til Hveragerðis og er ætlunin að fara þangað aftur helgina 30.sept-1.okt.
Nánari upplýsingar um ferðirnar koma þegar við hittumst aftur en gott ef menn bókuðu þær hjá sér, og kæmu skráningatilkynningu á “meili” (ingvisveins@langholtsskoli.is), símtali (869-8228) eða sms-i á mig um hvort viðkomandi ætli ekki að koma með.
Heyrið svo í mér ef það er eitthvað,
Kv,
Ingvi – 869-8228 og co.
1 Comments:
ég var líka í afmæli
Post a Comment
<< Home