Pása!
4.flokkur
Knattspyrnufélagið Þróttur
22.sept
- Leikmenn -
Slútt!
- Þá er tímabilið alveg að klárast hjá okkur. Æfingarnar eru alla veganna búnar og þökkum við ykkur alla veganna kærlega fyrir þær.
Í næstu viku ætlum við að hittast einu sinni enn og “taka gott pizzukvöld á etta”, horfa á nokkrar myndir og veita nokkur verðlaun. Fylgist með á blogginu hvenær það verður (ég sendi líka mail).
Yngra árið fer í sína haustferð núna um helgina – en við eigum eftir að negla eldra árs ferðina!
Sunnudaginn 1.október er svo uppskeruhátíð félagsins (ræðan hjá agli-kidda og eyma maður) og verður hún haldin á Broadway eins og undanfarin ár.
Annars tekur við um tveggja vikna pása þar sem leikmenn slaka á og einbeita sér að náminu (einmitt)! Í byrjun október byrjar ballið svo á ný, og allir komnir upp um eitt ár! Fylgist bara vel með blogginu, eða heyrið í mér eða kíkið í stofu A13 í Langó :-)
Þetta er búið að vera klassa ár, snilldar flokkur og skemmtilegir og efnilegir strákar. Bara þúsund thanx.
Sjáumst samt í næstu viku.
Ingvi og co.
5 Comments:
jáá flott ár.
Takk ;)
Já mjög flott ár og takk fyrir, hefði samt mátt ganga betur á Íslandsmótinu miðað við hvað við erum með gott lið, en svona er það. Samt flott ár
Sammála þessum ágætu drengjum sem hér á undan tjáðu sig!
Takk kærlega fyrir árið/in og gangi ykkur '92 árinu vel í framtíðinni!
... sem og hinu árinu ('93) sem maður þjálfar vonandi aftur núna!
jájá gleæsilegt ár margt gerðist já það er kominn tími til að hlada áfram en árið var skemmtilegt
Post a Comment
<< Home